Norrænt þing starfsfólks í matvælaframleiðslu á Selfossi

Þing Nordiska Unionen, samtaka launafólks í matvælaframleiðslu á Norðurlöndum, verður haldin á Selfossi daganna 21-23 ágúst. Samtökin er norrænn samstarfsvettvangur um 150.000 félagsmanna innan margvíslegra starfsgreina tengdum matvælaframleiðslu, s.s. fiskvinnslu, landbúnaði og matvælavinnslu. Á þingið mæta um 50 fulltrúar frá öllum Norðurlöndunum til að ræða málefni starfsfólks í matvælaiðnaði. Aðal áherslan verður á samþættingu kjarasamninga á milli Norðurlanda og innan Evrópu til að spyrna við félagslegum undirboðum sem hafa leitt til kjaraskerðingar á meðal félagsmanna. Starfsgreinasamband Íslands og Matvís eiga samanlagt fimm fulltrúa á þinginu. Fulltrúar SGS á þinginu verða Halldóra S. Sveinssdóttir formaður Bárunnar Stéttarfélags og sviðstjóri matvælasviðs SGS, Anna Júlíusdóttir  frá Einingu Iðju, varasviðstjóri matvælasviðs, og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður Afls Starfsgreinafélags og varaformaður Starfsgreinasambandsins. Að auki mun Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar stéttarfélags og fyrrverandi sviðstjóri matvælasviðs sitja þingið.
  1. 10/24/2025 10:18:48 AM Stofnanasamningur undirritaður við Náttúruverndarstofnun og…
  2. 10/23/2025 1:50:21 PM Kvennaverkfall um land allt
  3. 10/13/2025 12:28:50 PM Stefnan skýr til næstu tveggja ára
  4. 10/10/2025 11:14:08 AM 10. þingi Starfsgreinasambandsins lokið