Fjárfestum í hæfni starfsmanna - ný skýrsla

Í janúar 2016 tók til starfa verkefnahópur á vegum Stjórnstöðvar ferðamála sem var ætlað að greina þarfir fyrir heildstæðar úrbætur sem styðja við hæfni, gæði, fagmennsku og þekkingu innan ferðaþjónustunnar og vinna að skilvirkum niðurstöðum til úrbóta. Þess má geta að  Fjóla Jónsdóttir, fræðslustjóri Eflingar stéttarfélags, sat í verkefnahópnum. Afurð hópsins var skýrsla sem kom út í gær undir yfirskriftinni: Hæfni og gæði í ferðaþjónustu - Fjárfestum í hæfni starfsmanna. Í skýrslunni er fjallað um tillögur sem snerta mannafla, hæfni og gæði í ferðaþjónustu á landsvísu. Settar eru fram þrjár tillögur með forgangsverkefnum fyrir árin 2016-2018. Skýrsluna í heild sinni má nálgast hér.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag