Kastljósinu beint að ferðaþjónustu á Norðurlöndum

Norrænu þingi  samtaka starfsfólks í hótel- veitinga og ferðaþjónustugreinum (NU-HRCT) er nýlokið en fyrir hönd Starfsgreinasambandsins sátu þingið Björn Snæbjörnsson, Finnbogi Sveinbjörnsson, Sigurður Bessason og Drífa Snædal. Þingið er haldið á fjögurra ára fresti og árið 2020 er komið að Íslandi að vera gestgjafar þingsins. Hvert aðildarsamband á fulltrúa í stjórninni og tók Drífa Snædal sæti Finnboga Sveinbjörnssonar í stjórn NU-HRCT á þinginu. Tina Møller Madsen fulltrúi 3F í Danmerku var endurkjörinn forseti en framkvæmdastjóri Norrænu samtakanna er fyrrum framkvæmdastjóri SGS, Kristján Bragason. img_1254Á þinginu var fjallað um fjölda mála, árangur í verkalýðsbaráttunni um allan heim, áskoranir á Norðurlöndum og verkefni einstakra aðildarfélaga. Þannig greindi fulltrúi Fellesforbundet í Noregi frá mánaðarlöngum verkfallsátökum starfsfólks á hótelum í Noregi í sumar. Átökum sem enduðu með fullnaðarsigri með aðstoð almenningsálitsins, brennandi baráttuanda og skipulagðri notkun samfélagsmiðla. Svíar kynntu verkefni sitt um að færnimeta fólk af erlendum uppruna inn í fagstörf í matreiðslu þannig að til dæmis flóttafólk getur fengið raunfærni sína metna hratt og örugglega og komist fljótt út á vinnumarkaðinn í störf þar sem vantar fólk og eru við hæfi hvers einstaklings. Finnar greindu frá þjóðarkjarasamningum sem verkalýðshreyfingin var nauðbeygð til að undirrita þar í landi ella hefðu stjórnvöld uppá sitt einsdæmi skert kjör og réttindi launafólks. Engar launahækkanir verða í þeim kjarasamningum en ákveðinn varnarsigur náðist þó í baráttunni við að viðhalda störfum í erfiðu efnahagsástandi. Danir kynntu baráttu sína fyrir kjarasamningum í hótel- og veitingagreinum en 3F verkalýðsfélagið hefur tekið upp vottunarkerfi fyrir veitingastaði sem eru ábyrgir atvinnurekendur. Nokkrir fyrirlestrar voru haldnir um framtíðina í ferðaþjónustu og verður gerð sérstaklega grein fyrir þeim á þessum vettvangi síðar.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag