Launahækkanir hjá ríki og sveitarfélögum

Starfsgreinasambandið vill minna félagsmenn á að laun starfsfólks hjá ríki og sveitarfélögum hækkuðu samkvæmt kjarasamningum þann 1. apríl síðastliðinn. Hjá starfsfólki ríkisins hækkuðu laun um 24.000 kr. fyrir launaflokka 1-17 og um 18.000 kr. fyrir hærri launaflokka. Hjá starfsfólki sveitarfélaga hækkuðu mánaðarlaun um 24.000 kr.

SGS vill hvetja félagsmenn að fylgjast vel með að umsamdar launahækkanir skili sér inn á launareikninga og birtist með réttum hætti á launaseðli aprílmánaðar. Ef einhverjar spurningar vakna eru félagsmenn hvattir til að hafa samband við sitt stéttarfélag.

Kauptaxtar SGS og ríkisins

Kauptaxtar SGS og Sambands íslenskra sveitarfélaga

 

  1. 10/24/2025 10:18:48 AM Stofnanasamningur undirritaður við Náttúruverndarstofnun og…
  2. 10/23/2025 1:50:21 PM Kvennaverkfall um land allt
  3. 10/13/2025 12:28:50 PM Stefnan skýr til næstu tveggja ára
  4. 10/10/2025 11:14:08 AM 10. þingi Starfsgreinasambandsins lokið