Samningur við Landsvirkjun samþykktur

Kjarasamningur Starfsgreinasambandsins og Landsvirkjunar sem undirritaður var 24. september síðastliðinn var samþykktur með 96% greiddra atkvæða. Samningurinn var lagður fyrir í póstatkvæðagreiðslu og lauk henni 16. október 2015. 23 starfsmenn voru á kjörskrá og kusu 17 af þeim, sem sagt 74% kjörsókn. Já sögðu 16 og nei sagði einn. Samningurinn telst því samþykktur og gildir hann afturvirkt frá 1. mars 2015 til 31. desember 2018. Samninginn í heild sinni má nálgast hér PDF.
  1. 6/4/2025 1:11:55 PM Burt með mismunun - ný vefsíða
  2. 5/5/2025 3:54:17 PM VLFS vinnur mál í Félagsdómi vegna alvarlegra brota gegn fél…
  3. 5/2/2025 2:10:50 PM Orlofsuppbót 2025 - reiknivélar fyrir félagsmenn
  4. 4/30/2025 2:33:52 PM Fjölbreytt dagskrá á baráttudegi verkalýðsins