1. maí 2010

Fyrsti maí er alþjóðlegur baráttudagur verkafólks. Hann er haldinn hátíðlegur víða um heim og hér á landi hefur dagurinn öðlast fastan sess í vitund þjóðarinnar. Oft var þörf en nú er nauðsyn þess að rödd verkafólks um jöfnuð og réttlæti endurómi um landið. Starfsgreinasambandið hvetur allt verkafólk til að fylkja liði og taka þátt í dagskrá félaganna 1. maí um leið og við óskum landsmönnum öllum til hamingju með daginn. Hér má sjá dagskrána eins og hún lítur út á hinum ýmsu stöðum úti á landi; Akranes Safnast verður saman við Kirkjubraut 40, kl. 14:00 og genginn hringur á neðri-Skaga. Að göngu lokinni verður hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness á 3ju hæð Kirkjubrautar 40. Ræðumaður dagsins:  Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness Grundartangakórinn og Kvennakórinn Ymur syngja nokkur lög Frítt í bíó fyrir börnin og kaffiveitingar.   Akureyri Göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið kl. 13:30. Lagt upp í kröfugöngu við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar kl. 14:00. Happdrættismiðar afhentir göngufólki. Hátíðardagskrá í Sjallanum að lokinni kröfugöngu. Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna: Heimir Kristinsson, varaformaður Fagfélagsins Aðalræða dagsins: Guðmundur Ómar Guðmundsson, fyrrv. formaður Félags byggingamanna Eyjafirði Skemmtidagskrá, kaffiveitingar og dregið í happdrættinu.   Borgarnes Hátíðin sett: Signý Jóhannesdóttir, formaður Stéttarfélags Vesturlands Ræða dagsins: Grétar Þorsteinsson fyrrverandi forseti ASÍ Tónlistaratriði Karlakórinn Stefnir úr Mosfellsbæ Internasjónalinn Kvikmyndasýning fyrir börnin. Kynnir verður Signý Jóhannesdóttir Félögin bjóða samkomugestum upp á kaffiveitingar að lokinni dagskrá.   Húsavík Ávarp: Aðalsteinn Á. Baldursson formaður Framsýnar Gamanmál: Guðni Ágústsson framkvæmdastjóri SAM og fyrrverandi ráðherra Tónlist: Jóhanna Guðrún Jónsdóttir söngkona og Eurovision fari Hátíðarræða: Björn Grétar Sveinsson fyrrverandi formaður Verkamannasambands Íslands. Söngur: Garðar Thor Cortes stórsöngvari. Undirleikari Aladar Rácz. Söngur: Karlakórinn Hreimur. Stjórnandi og undirleikari Aladar Rácz. Á meðan á hátíðarhöldunum stendur verður hátíðargestum boðið upp á kaffi og tertu af bestu gerð frá Heimabakarí.   Reykjanesbær  Hátíðardagskrá í Stapa kl. 13.45  Húsið opnar - Guðmundur Hermannsson leikur ljúfa tóna kl. 14.00  Setning: Kristján Gunnarsson formaður Verkalýðs-og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis Ræða dagsins: Sigurður Bessason formaður Eflingar Skemmtiatriði. Kaffiveitingar í boði stéttarfélaganna kl. 13.00  Börnum boðið á bíósýningu í Sambíói Keflavík.   Sandgerði Á hátíðisdegi verkalýðsins 1. maí býður Verkalýðs og sjómannafélag Sandgerðisöllum félagsmönnum til kaffisamsætis í Samkomuhúsinu í Sandgerði kl. 15. Setning: Magnús S. Magnússon formaður VSFS. Ræðumaður:  Skúli Thoroddsen framkvæmdastjóri SGS. Söngdívurnar Konfekt syngja. Barnakór Grunnskóla Sandgerðis syngur undir stjórn Sigurbjargar Hjálmarsdóttir Kaffiveitingar. Um tónlistina sjá Hörður, Jói og Mummi.   Selfoss Kröfuganga við undirleik Lúðrasveitar Selfoss kl. 10:00 Lagt verður af stað frá Austurvegi 56, Selfossi og gengið að Hótel Selfossi Félagar í Sleipni fara fyrir göngunni á hestum Dagskrá við Hótel Selfoss að lokinni kröfugöngu   Hátíðarræða dagsins: Skúli Thoroddsen framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands Framtíðarsýn unga fólksins: Anton Guðjónsson og Íris Erla Gísladóttir, nemendur við FSu Ingólfur Þórarinsson Veðurguð skemmtir gestum með söng og gleði Að lokum verður gestum boðið í morgunkaffi í anddyri Hótel Selfoss   Stykkishólmur Verkalýðsfélag Snæfellinga,Starfsmannafélagi Dala-og Snæfellsnessýslu, efna til hátíðarfundar 1 maí 2010kl 15 á Hótel Stykkishólmi. Ávarp flytja Þorsteinn Sigurðsson og Helga Haraldsdóttir Ingó úr veðurguðunum og Kári Viðarsson skemmta Kaffiveitingar.   Blönduós Félagsheimilið, 1. maí kl. 15.00. Ræðumaður dagsins: Sveinn Hálfdanarson,fyrrverandi formaður Stéttarfélags Vesturlands, Kaffiveitingar og skemmtiatriði.   Ísafjörður Lagt verður af stað frá Baldurshúsinu, Pólgötu 2 kl. 14:00. Gengið verður að Pollgötu og þaðan niður að Edinborgarhúsi með Lúðrasveitina í fararbroddi. Dagskráin í Edinborg: Ræðumaður dagsins:  Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ Skemmtiatriði Pistill dagsins:  Ólöf Hildur Gísladóttir starfsmaður FOS Vest Kaffiveitingar og kvikmyndasýning fyrir börn Ljósmyndasýning í Edinborg Harmonikudansleikur í Félagsheimilinu Súðavík frá kl. 10:00 - 02:00.   Siglufjörður Dagskrá verður í sal félaganna, Eyrargötu 24b frá kl. 15:00 til 17:00 Margrét Jónsdóttir flytur ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna Kaffiveitingar.   Neskaupsstaður Grunnskólinn Neskaupstað kl. 15:00 Ræðumaður:  Matthías Sveinsson Veitingar eru í umsjón Félags eldri borgara á Nesk. Félag harmonikkuunnenda sér um tónlist.   Stöðvarfjörður Grunnskólinn Stöðvafirði kl. 15:00 Ræðumaður: Reynir Arnórsson Tónlistaratriði frá Tónlistarskólanum. Kaffiveitingar.   Breiðdalsvík Hótel Bláfell kl. 15:00 Ræðumaður: Sigurbjörg Erlendsdóttir Kaffiveitingar.   Eskifjörður Kaffiveitingar í Melbæ kl.14:00. Ræðumaður: Sverrir Mar Albertsson ElzbietaIwona Cwalinska söngkennari sér um tónlistaratriði.   Reyðarfjörður Safnaðarheimilið kl. 15:00 Ræðumaður: Sverrir Mar Albertsson Nemendur í Tónlistarskóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar sjá um skemmtiatriði.   Fáskrúðsfjörður Grunnskólinn Fáskrúðsfirði kl: 14:00 Ræðumaður:  Reynir Arnórsson Kaffiveitingar Tónlistaratriði.   Egilsstaðir Morgunkaffi kl. 10.00 á Hótel Hérað Ræðumaður: Jóna Járnbrá Jónsdóttir, Tónlistaratriði.   Borgarfjörður eystri Ræðumaður:  Helga Erla Erlendsdóttir Veitingar kl. 12.00 í Fjarðarborg, Kórsöngur.   Vopnafjörður Félagsheimilið Miklagarði kl: 14:00 Ræðumenn: Kristján Magnússon, Sigríður Dóra Sverrisdóttir Kaffiveitingar að hætti kvenfélagsins Tónlistaratriði.   Djúpivogur Hótel Framtíð kl. 10 Ræðumaður: Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir Tónlistaratriði.   Hornafjörður Hótel – Höfn frá Kl: 14:00 Lúðrasveit tekur á móti fólki. Ræðumaður: Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir Tónskólinn sér um tónlist fyrir og eftir kaffi.   Seyðisfjörður Herðubreið – kl. 15:00 Ræðumaður: Jóna Járnbrá Jónsdóttir Tónlistog leiklist í umsjón nemenda grunnskólans og leikskólans.   Sauðárkrókur Hátíðardagskrá þann 1.maí hefst kl. 15:00 í félagsheimilinu Ljósheimum. Ræðumaður verður Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga. Að venju verða úrvals kaffiveitingar auk skemmtiatriða frá Leikfélagi Sauðárkróks og barnakór Tónlistarskólans . Félagsmenn eru hvattir til að mæta og gera sér glaðan dag.   Vestmannaeyjar Alþýðuhúsið opnar kl. 14.30 Valmundur Valmundsson formaður sjómannafélagsins Jötuns flytur 1. maí ávarpið Fjölbreytt tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Vestmannaeyja Kaffisamsæti í boði stéttarfélaganna.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag