Að gefnu tilefni: Aðild launafólks að stéttarfélögum

Atvinnurekendur hafa ekki heimild til þess að ákveða  stéttarfélagsaðild starfsmanna sinna eða hvert iðgjöldum skv. kjarasamningum og lögum er skilað. Stéttarfélög gera kjarasamninga á félagssvæðum sínum um tiltekin störf og þeir kjarasamningar taka til allra sem vinna þau störf á félagssvæðinu. Þessi stéttarfélög hafa ríka ábyrgð og skyldu til að verja rétt þess launafólks sem vinnur skv. kjarasamningum félagsins og til þess að svo megi vera skal iðgjöld greiða til þess félags sem er með kjarasamninga fyrir viðkomandi störf á skilgreindu svæði félagsins. Ýmsir atvinnurekendur hafa sýnt ótrúlegt hugmyndaauðgi í að beina starfsfólki sínu inn í félög sem eru ekki með samninga fyrir viðkomandi störf eða eru á öðru félagssvæði og er það sífelld barátta stéttarfélaga að leiðrétta slíkt og krefja atvinnurekendur um að virða starfs- og félagssvæði einstakra stéttarfélaga. Þegar tvö félög eða fleiri eru með kjarasamning um sömu störf á sama svæði er það alveg ljóst að starfsfólkið sjálft getur valið til hvaða félags iðgjöldum skal skilað og þar með hvaða félag ver hagsmuni þess. Ef atvinnurekendur ætla sér að hlutast til um það og beina starfsfólki í eitt félag frekar en annað er verið að vega að réttindum launafólks og frjálsrar verkalýðshreyfingar með ósvífnum hætti. Hvernig þau félög koma sér saman um að þjóna félagsmönnum á viðkomandi svæði skal útkljáð þeirra á milli án atbeina eða áhrifa atvinnurekenda.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag