Aðgerðir farnar af stað, 83,5% vilja verkafall í fiskimjölsverksmiðjum til að knýja á um gerð nýs kjarasamnings.

Ljóst er að mikil hugur er í bræðslumönnum og hann hefur ekki minnkað við síðasta útspil Samtaka atvinnulífsins. Atkvæði voru talin á skrifstofu Starfsgreinasambandsins í morgun. Starfsfólk í fiskimjölsverksmiðjum á Austurlandi og í Vestmannaeyjum, félagsmenn Starfsgreinasambandsfélaganna Afls á Austurlandi og Drífanda í Vestmannaeyjum, hefur samþykkt að boða til verkfalls 7. febrúar n.k. í fiskimjölsverksmiðjum á Vopnafirði, Seyðisfirði, Norðfirði, Eskifirði, Fáskrúðsfirði, Hornafirði og tveimur bræðslum í Vestmannaeyjum. Alls voru 75 starfsmenn á kjörskrá en 73 greiddu atkvæði.  61 greiddu atkvæði með verkfalli eða 83,5% til að knýja á um gerð kjarasamnings. 5 voru á móti, 1 atkvæði var ógilt og 6 auð. Verkfallið hefst 7. febrúar og stendur í þrjá daga. Það verður endurtekið 14. febrúar, einnig í þrjá daga og svo ótilgreint frá og með 21. febrúar hafi samningar þá enn ekki tekist.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag