Afmælismálþing SGS

Óhætt er að segja að í bland við hátíðleika á afmælismálþingi SGS hafi farið fram gagnrýnin umræða um hlutverk og ásýnd verkalýðshreyfingarinnar, erindi hennar í dag og baráttuna við að fá ungt fólk til liðs við hreyfinguna. Starfsgreinasambandið hélt uppá 15 ára afmæli sitt með málþingi í gær, 13. október, sem var allt í senn skemmtilegt, gagnrýnið og fróðlegt. Sumarliði Ísleifsson sagnfræðingur leit yfir farinn veg og fjallaði um skipulag verkalýðshreyfingarinnar og aðdraganda stofnunar landssambanda. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir fréttakona skoðaði stöðu og ásýnd hreyfingarinnar í dag með gagnrýnum augum þess sem segir fréttirnar og Skúli Guðmundsson og Eiríkur Þór Thódórsson, sem voru fulltrúar ungliða, fjölluðu um hreyfinguna með augum unga fólksins. Þeir sýndu meðal annars myndband með viðtölum við ungt fólk um hreyfinguna og stéttarvitund. Um tónlistarflutning sáu þær Hallveig Rúnarsdóttir söngkona og Hrönn Þráinsdóttir píanóleikari. Eins og í öllum góðum afmælisveislum var svo boðið uppá köku. Eftir erindin voru pallborðsumræður með þátttöku frummælenda auk Kristjáns Bragasonar framkvæmdastjóra Norræna hótel- og veitingasambandsins. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS, sá um að stýra málþinginu. Við látum myndirnar tala sínu máli. [gallery ids="28602,28603,28606,28605,28618,28608,28607,28615,28611,28610,28609,28613,28614,28612,28616,28617,28604,28620,28621"]  
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA