Afmælisráðstefna Verkakvennafélagsins Framsóknar

Næstkomandi föstudag (10. október) mun standa Starfsgreinasambandið, Efling stéttarfélag, Alþýðusamband Íslands, Jafnréttisstofa og Kvennasögusafn Íslands standa fyrir málþingi í Iðnó í tilefni af 100 ára afmæli Verkakvennafélagsins Framsóknar. Á ráðstefnunni verður sjónum beint að baráttu verkakvenna á síðustu öld og stöðu þeirra í dag, en yfirskrift ráðstefnunnar er Verkakonur í fortíð og nútíð. Á dagskrá verða fjölmörg áhugaverð erindi og má þar á meðal nefna erindi frá Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. Tekið skal fram að ráðstefnan er opin öllum og ekki nauðsynlegt að skrá sig sérstaklega. Dagskrá
12:30  Húsið opnar -  Myndasýning og harmónikkuleikur
13:00  Setning - Sigurður Bessason, formaður Eflingar-stéttarfélags
13:10 Af hverju sérfélög verkakvenna á Íslandi? - Dr. Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur
13:30 Sambland af sælu og kvöl - Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra
13:50  Pallborðsumræður - Horft um öxl - Fyrrverandi stjórnarkonur í Verkakvennafélaginu Framsókn
14:30 Kaffi
14:50 Kynjamyndir: Umönnun og ræstingar eða sjórinn og álið? - Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS
15:10 Pallborðsumræður – Staða verkakvenna í dag
Kristín Ástgeirsdóttir, jafnréttisstýra
Sigurrós Kristinsdóttir, varaformaður Eflingar-stéttarfélags
Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ
15:50 Ráðstefnuslit - Signý Jóhannesdóttir, varaforseti ASÍ
Ráðstefnustjóri: Auður Styrkársdóttir, forstöðukona Kvennasögusafns Íslands
  1. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  2. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  3. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  4. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta