Áhugaverðar ráðstefnur um vinnumál

Ísland gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2014, en Norræna ráðherranefndin samanstendur af tíu minni ráðherranefndum þar sem norrænir fagráðherrar funda reglulega um málefni sem tengjast þeirra starfssviði, þar á meðal vinnumál. Í tengslum við formennsku Íslands í ár verður í boði fjöldi áhugaverðra viðburða, m.a. um málefni vinnumarkaðarins. Meðal viðburða sem eru á döfinni má nefna ráðstefnu um ráðstefnu um nám og starfsþjálfun á vinnustöðum, ráðstefnu um hlutastörf, kyn og dreifingu tekna og ráðstefnu um jöfn laun á Norðurlöndunum. Frekari upplýsingar um viðburðina, s.s. um dagskrá, staðsetningu og skráningu, má nálgast hér. Norræna ráðherranefndin var stofnuð árið 1971 og er vettvangur ríkisstjórnasamstarfs Íslands, Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar auk sjálfsstjórnarlandanna Álandseyja, Færeyja og Grænlands. Á vef nefndarinnar segir: "Samvinna við grannríki Norðurlanda er mikilvægt verkefni og sama gildir um allt samstarf sem eflir áhrif landanna í Evrópu.  Hafður er að leiðarljósi norrænn virðisauki en með því er átt við að samstarfið fari fram á sviðum þar sem hagsmunir þjóðanna fara saman og hagkvæmara er að sameina kraftana og takast í sameiningu á við úrlausnarefnin."
  1. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  2. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  3. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  4. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta