Ákvæði um heildarvinnutíma, hvíldartíma og skipulag vinnutíma

Vinnueftirlitið sendi nýlega frá sér bréf þar sem stofnunin vill, að gefnu tilefni, vekja athygli fyrirtækja í ferðaþjónustu á gildandi vinnutímaákvæðum. Í bréfinu er greint frá helstu ákvæðum sem eru í gildi varðandi hvíldartíma, frídaga og hámarksvinnutíma, gildandi reglum varðandi aksturs- og hvíldartíma ökumanna og fleiri mikilvægum atriðum sem mikilvægt er að hafa í huga varðandi vinnutíma fólks. Í bréfinu brýnir Vinnueftirlitið fyrir stéttarfélögum, samtökum atvinnurekenda og fyrirtækjum í ferðaþjónustu að vera vakandi fyrir ákvæðum er varða vinnutíma og minnir á að þau séu fest í lög til þess að vernda heilsu vinnandi fólks. Tekið er fram að rannsóknir hafi sýnt að næturvinna og óreglulegur vinnutími geti haft áhrif á athyglisgáfu og viðbragðsflýti. Það sé því þýðingarmikið að nætur- og vaktavinna sé skipulögð á þann hátt að sem minnst verði dregið úr eðlilegum svefni og hvíld starfsmanns. Bréfið í heild sinni má nálgast hér.
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA