Aldan: Fjárlagafrumvarpið nagli í líkkistu velferðarsamfélagsins

Stjórn Öldunnar stéttarfélags samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem lýst er yfir miklum vonbrigðum með stefnu ríkisstjórnar Íslands  sem birtist við gerð fjárlagafrumvarpsins sem nú liggur fyrir Alþingi. Stjórn Öldunnar stéttarfélags lýsir yfir miklum vonbrigðum með stefnu ríkisstjórnar Íslands  sem birtist við gerð fjárlagafrumvarpsins sem nú liggur fyrir Alþingi. Það sætir undrun að þeir sem treyst er fyrir því að fara með forystu í landinu skuli í skjóli þessa valds síns leyfa sér að velja þá leið að tryggja hinum launahæstu enn betri afkomu á kostnað hinna tekjulægri. Það er fráleitt að ætla að halda því fram að umræddar breytingar á skattkerfi, hækkun á matvöru, stóraukinn kostnaður vegna lyfjakaupa og heilbrigðisþjónustu og skertur réttur atvinnulausra, öryrkja og ellilífeyrisþega  muni bæta hag heimila. Hverjum manni er ljóst að slíkar aðgerðir munu skerða lífsafkomu þorra þjóðarinnar og efla svarta hagkerfið. Er það markmiðið ? Ef þetta framferði nær fram að ganga liggur í augum uppi að enn einn naglinn verður rekinn í líkkistu hins íslenska velferðarsamfélags. Stjórn Öldunnar skorar hér með á ríkisstjórn Íslands að endurskoða fjárlagafrumvarpið og taka upp samstarf við stéttarfélögin með það að markmiði að byggja upp sanngjarnt samfélag sem við getum verið stolt af. Stjórn Öldunnar stéttarfélags 07.10.2014
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA