Allt um kjarasamningana

Í desember sl. voru samningar undirritaðir og samþykktir af þessum félögum: Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Afl-Starfsgreinafélag, Verkalýðsfélag Suðurlands og Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis. Desember-samningarnir fólust í stuttu máli í eftirfarandi atriðum:
  • 1. janúar 2014 hækkuðu laun um 2,8%, þó að lágmarki kr. 8.000 á mánuði fyrir dagvinnu miðað við fullt starf. Aðrir kjaratengdir liðir hækkuðu um 2,8% á sama tíma.
  • Kauptaxtar undir 230.000 kr. á mánuði hækkuðu sérstaklega um jafnvirði eins launaflokks. Launaflokkur 1, byrjunarlaun, hækkaði um kr. 9.565 og launaflokkur 17 , eftir sjö ár, hækkaði um kr. 10.107.
  • Frá 1. janúar 2014 varð lágmarkstekjutrygging kr. 214.000 á mánuði fyrir starfsmenn 18 ára og eldri sem starfað hafa fjóra mánuði samfellt hjá sama fyrirtæki.
  • Orlofsuppbót miðað við fullt starf á árinu 2014 verður kr. 29.500
  • Desemberuppbót miðað við fullt starf á árinu 2014 verður kr. 53.600
  • Staðfest var launahækkun fiskvinnslufólks. Eftir tvö námskeið tekur það laun eftir launaflokki 9 að lágmarki.
Desember-samningana í heild má nálgast hérPdf-icon.   Þau félög sem felldu samningana undirrituðu flest nýja samninga í febrúar og fara þeir nú til atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. Þau félög sem undirrituðu nýja samninga í febrúar eru: Efling-stéttarfélag, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Stéttarfélagið Samstaða, Aldan stéttarfélag, Eining-Iðja, Framsýn stéttarfélag, Verkalýðsfélag Þórshafnar, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Verkalýðsfélag Akraness, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis (VSFK), og Verkalýðsfélagið Hlíf. Í febrúar-samningunum felst í stuttu máli eftirfarandi: Samningurinn frá því í desember stendur með þessum breytingum:
  • Orlofsuppbót miðað við fullt starf á árinu 2014 verðu kr. 39.500 (hækkar um 10.000 frá fyrri samningi)
  • Desemberuppbót miðað við fullt starf á árinu 2014 verður kr. 73.600 (hækkar um 20.000 frá fyrri samningi)
  • Þar sem samningurinn gildir frá 1. febrúar verður kr. 14.600 eingreiðsla vegna janúarmánaðar miðað við fullt starf/starfshlutfall og að viðkomandi hafi verið í vinnu 1. febrúar.
  • Samningurinn lengist um tvo mánuði frá fyrri samningi og gildir til 28. febrúar 2014.
Febrúarsamningana í heild má nálgast hérPdf-icon. Stutta kynningu á febrúar-samningunum á íslensku, pólsku og ensku má nálgast hérPdf-icon. Þeim félögum sem samþykktu desember-samningana stendur til boða að ganga inn í samningana frá því í febrúar.[hr toTop="false" /]
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag