Ályktanir varðandi húsnæðis- og velferðarmál

Rétt í þessu voru tvær ályktanir varðandi húsnæðis- og velferðarmál samþykktar á 6. þingi Starfsgreinasambandsins. Í ályktununum kemur fram að mikilvægt er að skapa fjölskylduvænna samfélag. Barnafjölskyldur búa við óöruggt ástand vegna húsnæðismála og dagvistunarúrræða. Slíkt ástand bitnar fyrst og fremst á börnunum. Tryggja verður að allir geti notið menntunar og heilbrigðis óháð tekjum eða búsetu. Opinber aðstoð og velferðar- og skattkerfi verða að taka mið af þessari grunnhugmyndafræði.
  1. þing Starfsgreinasambands Íslands krefst þess:
  • Að barna- og húsnæðisbótakerfið verði stóreflt.
  • Að gjaldtaka í heilbrigðiskerfinu verði afnumin, sálfræðiþjónusta og lyfjakostnaður lækkaður.
  • Tryggja þarf heilbrigðisþjónustu allra óháð búsetu og efnahag.
  • Að fólki sem þarf að sækja heilbrigðisþjónustu um langan veg verði tryggður aukinn veikindaréttur.
  • Að skattkerfið verði nýtt til tekjujöfnunar.
Ályktanirnar í heild sinni má lesa hér: Ályktun um fjölskylduvænna samfélag Ályktun um húsnæðis- og velferðarmál  
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag