Breytingar á framlagi í starfsmenntasjóð

Með kjarasamningi Samtaka atvinnulífsins og Starfsgreinasambands Íslands, vegna aðildarfélaga, sem gildir frá 1. janúar 2014, var samið um hækkun á greiðslu atvinnurekenda í starfsmenntasjóði. Frá 1. janúar 2014 greiða atvinnurekendur 0,3% í starfsmenntasjóð og renna geiðslur til Landsmenntar external link icon (fræðslusjóðs Samtaka atvinnulífsins og verkafólks á landsbyggðinni) og Starfsafls external link icon (starfsmennt Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins). Misjafnt er á milli stéttarfélaga hvaða háttur er hafður á í innheimtu á umræddu gjaldi. Ýmist sjá félögin sjálf um að innheimta gjaldið, en í einhverjum tilfellum annast viðkomandi lífeyrissjóður innheimtuna. Félagsgjöld launþega sem og iðgjöld atvinnurekanda í sjúkrasjóð, orlofssjóð og starfsmenntasjóð eru iðulega innheimt samtímis og starfsmenntasjóðsgjaldið er innheimt. Frekari upplýsingar veitir viðkomandi aðildarfélag innan SGS.[hr toTop="false" /]
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA