Drífa hjá Drífanda: Samstöðu fagnað

Félagsfundur var haldinn hjá Drífanda í Vestmannaeyjum miðvikudagskvöldið 4. febrúar. Til umræðu voru kjaraviðræður og framvinda kjaradeilunnar næstu mánuði og hélt framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, Drífa Snædal, erindi um stöðu mála. Mikill hugur er í fólki í Eyjum og var helst gagnrýnt að kröfurnar um bætt kjör væru of lágar. Fundurinn samþykkti ályktun þar sem samstöðu verkafólks um allt land var fagnað: „Félagsfundur Drífanda stéttarfélags fagnar þeirri samstöðu sem hefur myndast í þjóðfélaginu um þær raunsæu launakröfur sem settar hafa verið fram af Starfsgreinasambandinu. Verkafólk um land allt hefur sýnt frábæra samstöðu við myndun kröfugerðar en ljóst er að mikil átök eru framundan. Allar hagtölur sýna sláandi misskiptingu í samfélaginu hvort sem litið er til launa eða eigna. Aðgengi að heilbrigðisþjónustu, endurhæfingu, menntun og góðum samgöngum er  í vaxandi mæli háð tekjum einstaklinga. Verkafólk á núverandi töxtum getur ekki tekið sómasamlegan þátt í samfélaginu meðan stefna um vaxandi misskiptingu er við lýði. Verkafólk í Vestmannaeyjum sendir baráttukveðjur til félaga sinna um allt land og heitir samstöðu í kjarabaráttunni sem framundan er.
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA