Dyggur stuðningur við starfsmenn í Straumsvík

Fjöldi aðildarfélaga SGS hafa sent frá sér ályktanir og stuðningsyfirlýsingar til að lýsa yfir stuðningi við baráttu starfsmanna álversins í Straumsvík, en þeir standa í harðri kjaradeilu við sinn atvinnurekanda (Rio Tinto Alcan) um þessar mundir ásamt sínu stéttarfélagi. Í yfirlýsingunum lýsa félögin m.a. yfir eindrægnum stuðningi við starfsmennina og Verkalýðsfélagið Hlíf, hvetja til samstöðu starfsmanna í Straumsvík og allrar verkalýðshreyfingarinnar og fordæma jafnframt verkfallsbrot yfirmanna Ísal í Straumsvík sem í gærmorgun gengu í störf hafnarverkamanna í löglega boðuðu verkfalli þeirra. Þá er brýnt á rétti starfsmannanna að gerðir verði við þá kjarasamningar eins og íslensk lög gera ráð fyrir. Yfirlýsingar félaganna má nálgast hér að neðan. -Ályktun stjórnar Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis -Stuðningsyfirlýsing frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga -Ályktun frá stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga -Stuðningsyfirlýsing frá AFLi Starfsgreinafélagi -Sameiginleg stuðningsyfirlýsing frá Bárunni stéttarfélagi, Drífanda stéttarfélagi, Verkalýðsfélagi Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélagi Sandgerðis, Verkalýðsfélagi Suðurlands og Verslunarmannafélagi Suðurlands

-Ályktun frá trúnaðarráði Einingar-Iðju

-Ályktun frá stjórn Eflingar stéttarfélags

-Ályktun frá trúnaðarráði Stéttarfélags Vesturlands

  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag