Ekkert samráð við fiskvinnslufólk

Í morgun varð boðað til fundar að hálfu landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytis þar sem kynntar voru tillögur að nýju frumvarpi um fiskveiðistjórnunarkerfið fyrir hagsmunasamtökum í atvinnugreininni. Starfsgreinasamband Íslands var ekki boðað á þennan fund, en um 5000 félagsmenn samtakanna starfa við fiskvinnslu. Þess má geta að þetta er ekki í fyrsta skipti sem sjávarútvegsráðuneytið boðar ekki hagsmunasamtök fiskvinnslufólks á sinn fund þegar málefni sjávarútvegs eru rædd og hefur athugasemd verið komið á framfæri við aðstoðarmann ráðherra.    
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag