Ert þú á jafnaðarkaupi?

Starfsgreinasambandið fagnar þeirri miklu umræðu sem hefur verið um jafnaðarkaup í veitingageiranum sérstaklega. Stéttarfélögin hafa undanfarin ár vakið athygli ungs fólks á réttindum sínum, bæði með auglýsingum, bréfum, fjölmiðlaátökum og í gegnum samfélagsmiðla. Þetta virðist hafa borið árangur enda fjölmiðlaumræða mikil og stéttarfélög um allt land hafa varla undan að svara erindum, reikna út laun og í kjölfarið sækja leiðréttingu á launum fyrir starfsfólk. Ef þú ert á jafnaðarkaupi þá skaltu hafa samband við stéttarfélagið þitt strax. Haltu til haga launaseðlum og ráðningarsamningum og skrifaðu niður tímana sem þú vinnur. Mikilvægt er að skrá niður hvenær dagsins þú hefur störf og hvenær þú lýkur störfum svo hægt sé að reikna út dagvinnu og yfirvinnu. Stéttarfélögin sækja leiðréttingu launa fyrir hundruðir launafólks á ári. Í gildi eru kjarasamningar og ef þeir eru brotnir átt þú rétt á aðstoð stéttarfélagsins til að fá leiðréttingu. Stéttarfélög skiptast eftir landssvæðum og það á að koma fram á launaseðlinum þínum í hvaða félag þú greiðir. Ekki hika við að hafa samband ef þú telur þig ekki fá rétt laun, næga hvíld eða ef brotið er á þér með öðrum hætti!
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag