Fimmta þingi SGS lokið

Fimmta þingi Starfsgreinasambands Íslands er nú lokið. Samþykktar voru þrjár ályktanir; um atvinnumál, húsnæðismál og kjaramál. Starfsáætlun SGS til næstu tveggja ára var samþykkt sem og ársreikningar fyrir árin 2013 og 2014. Auk þess samþykkti þingið breytingar á lögum og þingsköpum sambandsins. Þá sá þingið ástæðu til þess að samþykkja tvær yfirlýsingar, annars vegar stuðningsyfirlýsingu við baráttu starfsfólksins í RIO Tinto Íslandi og hins vegar yfirlýsingu vegna þeirra vinnubragða sem viðhöfð voru við stofnun Stjórnstöðvar ferðamála. Björn Snæbjörnsson (Eining-Iðja) var endurkjörinn formaður til næstu tveggja ára og Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir (AFL) var sömuleiðis endurkjörinn varaformaður. Framkvæmdastjórn sambandsins tók nokkrum breytingum en í nýkjörinni stjórn sitja: Aðalsteinn Á. Baldursson (Framsýn stéttarfélag) Halldóra Sveinsdóttir (Báran stéttarfélag), Kolbeinn Gunnarsson (Vlf. Hlíf), Sigurður A. Guðmundsson (Vlf. Snæfellinga) og Ragnar Ólason (Efling stéttarfélag). Varamenn eru: Anna Júlíusdóttir (Eining-Iðja), Þórarinn Sverrisson (Aldan stéttarfélag), Guðrún Elín Pálsdóttir (Verkalýðsfélag Suðurlands), Vilhjálmur Birgisson (Vlf. Akraness) og Linda Baldursdóttir (Vlf. Hlíf). Yfirlýsingar þingsins: Stuðningsyfirlýsing við baráttu starfsfólksins í RIO Tinto Íslandi (PDF) Yfirlýsing vegna vinnubragða við stofnun Stjórnstöðvar ferðamála (PDF) Ályktanir þingsins: Ályktun um húsnæðismál (PDF) Ályktun um atvinnumál (PDF) Ályktun um kjaramál (PDF) [hr toTop="false" /] [caption id="attachment_28806" align="alignleft" width="660"]Nýkjörin framkvæmdastjórn SGS. Frá vinstri: Nýkjörin framkvæmdastjórn SGS. Frá vinstri: Aðalsteinn Á. Baldursson, Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, Halldóra Sveinsdóttir, Ragnar Ólason, Björn Snæbjörnsson, Kolbeinn Gunnarsson og Sigurður A. Guðmundsson. Með þeim á myndinni er Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS.[/caption]
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA