Formannafundur SGS á Selfossi

Á morgun, þriðjudaginn 4. desember, heldur Starfsgreinasambandið formannafund sinn og fer hann að þessu sinni fram á Hótel Selfossi. Um er að ræða útvíkkaðan fund, þ.e.a.s. til fundarins eru boðaðir formenn aðildarfélaga SGS auk eins fulltrúa til viðbótar frá hverju félagi.  Á fundinum verða ýmis mál tekin fyrir og má þar á meðal nefna kjaramál, en fulltrúar ASÍ munu mæta og fara yfir stöðu kjarasamninga með gestum fundarins. Meðal annarra dagskrárliða má nefna erindi frá Vinnumálastofnun á Suðurlandi og ASÍ-UNG, kynningu á skýrslu framkvæmdastjóra 2011-2012 og úrvinnslu bókana í kjarasamningum. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi frá kl. 10:00 og ljúki um kl. 16:00.
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA