Formannaskipti hjá Samstöðu - Guðmundur tekur við af Ásgerði

Aðalfundur Stéttarfélagins Samstöðu var haldinn 10.maí síðastliðinn í sal Samstöðu að Þverbraut 1 á Blönduósi. Á fundinum hætti Ásgerður Pálsdóttir sem formaður félagsins og við tók Guðmundur Finnbogason, en Ásgerður hafði gengt formennsku í félaginu síðustu 15 árin. Guðmundur er svo sannarlega ekki reynslulaus þegar kemur að málefnum félagsins, en hann hefur verið formaður sjómannadeildar Samstöðu í 15 ár og setið í stjórn félagsins samhliða því. Þá hefur hann gengt trúnaðarmannastöðu um borð í frystitogaranum Arnari HU-1 um langa hríð. Aðspurður segir Guðmundur það leggjast vel í sig að starfa fyrir stéttarfélagið, fólkið og verkalýðshreyfinguna í heild, enda hafi félagsmál verið hans helsta áhugamál og bindur hann vonir við að það muni nýtast honum vel á þeim vettvangi sem ég hef verið kosinn til. Hann segir Stéttarfélagið Samstöðu vera mjög öflugt félag enda nái það yfir stór og öflugt svæði. Starfsgreinasambandið vill nota tækifærið og óska Guðmundi til hamingju með embættið og hlakkar til samstarfsins á komandi árum. Þá vill sambandið koma á framfæri þakklæti sínu við Ásgerði Pálsdóttur fyrir gott og gjöfult samstarf á liðnum árum.   [caption id="attachment_55055" align="aligncenter" width="300"]download Ásgerður Pálsdóttir og Guðmundur Finnbogason[/caption]
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA