Formenn SGS funda

Í dag heldur Starfsgreinasambandið formannafund sinn í Guðrúnartúni 1 í Reykjavík. Helstu áherslur fundarins verða starfsemi VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs og staða kjarasamninga. Vigdís Jónsdóttir framkvæmdastjóri VIRK mun fara yfir starfsemi og markmið VIRK og Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, mun fara yfir stöðu kjarasamninga ásamt formönnum. Eftir formannafundinn mun samninganefnd SGS hittast til að ræða stöðu kjarasamninga.
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA