Formkröfur ekki virtar - verkfallið ólögmætt. Sérkjarsamningur viðurkenndur.

Verkfallsboðun Afls og Drífanda vegna starfsmanna í fiskimjölsverksmiðjum 7. þ.m. er ólögmæt samkvæmt dómi Félagsdóms í dag.  Forsenda dómsins er sú að að formlegar samningaviðræður hafi ekki farið fram fyrir milligöngu ríkissáttasemjara. Verkfallið er með öðrum orðum ólögmætt vegna þess að formkröfum er ekki fullnægt.   Ástæða þess er sú að  ríkissáttasemjari féllst ekki á að taka deilu bræðslumanna til sín vegna óvissu hans um það hvort um hluta af aðalkjarasamningi væri að ræða eða sérkjarasamning.   Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að um sérkjarasamning í fiskimjölsverksmiðjum sé að ræða og því beri ríkissáttasemjari að miðla málum vegna þess samnings. Dómurinn segir: „Eins og kröfugerð stefnda er háttað, þ. á. m. um fyrkomulag væntanlegs sérkarasamnings og stöðu hans gagnvart öðrum heildarkjarasamningum, verður ekki séð að hún sæti að lögum slíkum takmörkunum að leitt geti til þess að boðað verkfall teljist af þeim sökum ólögmætt  né heldur að ríkissáttasemjari láti kjaradeilnuna til sín taka eins og mælt er fyrir í lögum í 2. mgr. 24. gr. laga nr. 80/1938.
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA