Forsaga SGS - erindi frá afmælismálþingi

Á málþingi sem Starfsgreinasambandið stóð fyrir 13. október síðastliðinn, í tilefni af 15 ára stofnafmæli sambandsins, hélt Sumarliði R. Ísleifsson sagnfræðingur áhugavert erindi um skipulag verkalýðshreyfingarinnar og forsögu SGS. Í erindi sínu fór Sumarliði meðal annars yfir stöðu og hlutverk sambanda innan ASÍ frá upphafi, þ.e. allt frá því að engin landssambönd eða önnur deildaskipting var innan ASÍ yfir í tilurð og hlutverk landshlutasambanda eins og þau eru í dag. Þá rakti Sumarliði sérstaklega aðdragandann að stofnun SGS og þau átök sem einkennt hafa breytingarferli innan verkalýðshreyfingarinnar í gegnum tíðina. Í lok erindisins velti Sumarliði svo fyrir sér mögulegri framtíðarþróun, s.s. breytta skipan landssambanda og frekari sameiningu félaga. Lesendur eru hvattir til að kynna sér nánar erindi Sumarliða, en glærurnar sem hann studdist við í erindi sínu má nálgast hér.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag