Forstjórar með tugföld árslaun á við verkafólk

Alþýðusambands Íslands sendi frá sér athyglisverða samantekt í gær þar sem ofurlaun íslenskra forstjóra eru sett í samhengi við laun almennings í landinu. Það er skemmst frá því að segja að ný athugun ASÍ sýnir að nokkrir forstjórar fyrirtækja á hlutabréfamarkaði eru með tugföld árslaun verkafólks. Í samantektinni eru kjör æðstu stjórnenda borin saman við aðra hópa. Til að gera það reiknaði ASÍ svokallað launahlutfall forstjóra í öllum íslenskum fyrirtækjum sem skráð voru á hlutabréfamarkaði í júlí 2014. Launahlutfallið var annars vegar skoðað út frá meðallaunum fullvinnandi verkafólks í landinu -  sem segir til um hversu  marga fullvinnandi verkamenn þarf til að vinna fyrir launum æðsta stjórnanda fyrirtækisins. Hins vegar var launahlutfallið út frá meðallaunum starfsmanna í viðkomandi fyrirtæki kannað – sem segir til um hversu marga almenna starfsmenn viðkomandi fyrirtækis þarf til að vinna fyrir launum æðsta stjórnandans. Skoðaðar voru tölur fyrir árin 2011 – 2013. Samantekt ASÍ má nálgast hér
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag