Forysta ASÍ endurkjörin

Forysta ASÍ var endurkjörin einróma þegar forseta- og varaforsetakjör fór fram síðasta dag þings Alþýðusambandsins sl. föstudag. Engin mótframboð bárust. Gylfi Arnbjörnsson var endurkjörinn forseti Alþýðusambandsins í fjórða skipti en hann hefur gegnt embættinu frá október 2008. Sigurður Bessason, formaður Eflingar, er áfram varaforseti við hlið Ólafíu B. Rafnsdóttur, formanns VR en þau hafa gegnt því embætti frá 2014. Ekki urðu breytingar á miðstjórn Alþýðusambandsins sem kjörin var til næstu tveggja ára á þinginu.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag