Fræðslu- og samráðsdagur bílstjóra og tækjastjórnenda

Starfsgreinasambandið stendur fyrir fræðslu- og samráðsdegi fyrir bílstjóra og tækjastjórnendur þann 18. apríl næstkomandi á Hotel Natura í Reykjavík. Tilgangurinn með viðburðinum er að trúnaðarmenn eða aðrir fulltrúar greinarinnar komi saman til að fjalla um kjör, aðbúnað og aðstæður sínar í starfi. Nú þegar hafa tæplega 30 manns skráð sig en ennþá eru laus pláss. Þeir sem eru áhugasamir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu síns stéttarfélags. Dagskrá: Kl. 10:00 – 11:00              "Af hverju allar þessar reglur?" Fulltrúi Samgöngustofu fer yfir reglur um endurmenntun,  aksturstíma og fleira og ástæður þeirra. Kl. 11:00 – 12:00              Kjarasamningar bílstjóra og tækjastjórnenda Kl. 12:00 – 13:00              Hádegismatur Kl. 13:00 – 14:30              Hópavinna um stöðu bílstjóra og tækjastjórnenda - framtíðarsýn Kl. 14:30 – 15:00              Kaffi Kl. 15:00 – 16:00              "Verndum okkur við vinnuna". Fulltrúi Vinnueftirlitsins fer yfir nauðsynlegar ráðstafanir til að hlúa að sjálfum sér við vinnu. Kl. 16:00 – 16:30              Samantekt og fundalok
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag