Fræðsludagar SGS í Fjallabyggð

Dagana 25. og 26. mars síðastliðinn stóð Starfsgreinasambandið fyrir fræðsludögum fyrir starfsfólk aðildarfélaga sambandsins. Fræðslan fór að þessu sinni fram í sal Einingar-Iðju í Fjallabyggð og en þar komu saman um 30 fróðleiksfúsir fulltrúar frá félögum um land allt.
Dagskráin var fjölbreytt að vanda og sett saman samkvæmt óskum þátttakenda. Meðal dagskrárliða var erindi um hátt verðlag á Íslandi, umfjöllun um vinnustaðaeftirlit, mannsal og launaþjófnað og fyrirlestur um hvernig hægt er að eiga við erfiða aðila. Þetta var í sjötta skipti sem SGS stendur fyrir fræðsludögum fyrir starfsfólk stéttarfélaganna.
  1. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  2. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  3. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  4. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta