Framhaldsþing ASÍ

Framhaldsþing Alþýðusamband Íslands fer fram daganna 27.-28. apríl á Grand Hótel í Reykjavík. Um er að ræða framhald á 45. þingi ASÍ sem frestað var 14. október síðastliðinn. Á þinginu koma saman um 300 fulltrúar frá 48 stéttarfélögum til að marka stefnu sambandsins til næstu ára.

Ný forysta sambandsins verður kjörin á þinginu, en Kristján Þórður Snæbjarnarson, starfandi forseti, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Finnbjörn A. Hermannsson, fyrrverandi formaður Byggiðnar, tilkynnti á dögunum að hann myndi gefa kost á sér í embætti forseta ASÍ.

Upplýsingar um þingið: https://www.asi.is/thing2022/

  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag