Fundur fólksins 2016

Lýðræðis- og stjórnmálahátíðin Fundur Fólksins fer fram dagana 2. og 3. september í Norræna húsinu. Slegið verður upp tjaldbúðum þar sem hin ýmsu félagasamtök, stjórnmálaflokkar, stofnanir og fyrirtæki verða með starfsemi og þjóðþekktir einstaklingar stjórna umræðum. Hátíðin er vettvangur til að virkja lýðræðið og brúa bilið milli stjórnmálamanna og fólksins í landinu. Í bland við líflegar umræður verða tónlistaratriði og uppákomur. Starfsgreinasambandið og Alþýðusamband munu taka þátt í hátíðinni og standa sameiginlega fyrir tveimur viðburðum. Á morgun (föstudag) fá gestir tækifæri til að láta ljós sitt skína á sviði almennrar þekkingar og verkalýðsmála, en þá mun SGS og ASÍ standa fyrir pub quizi með verkalýðsívafi undir styrkri stjórn Veru Illugadóttur sem semur einnig spurningarnar. Pub quizið hefst kl. 17:00 í umræðutjaldi 1 hjá Norræna húsinu. Viðburðurinn á Facebook Á laugardaginn mun svo ASÍ og SGS bjóða gestum á verkalýðskabarett kl. 16:30 í Norræna húsinu. Hið stórskemmtilega tvíeyki Hundur í óskilum setti saman verkalýðskabarett í tilefni af 100 ára afmæli ASÍ í mars síðastliðinn þar sem þeir stikla á kostulegan hátt á atburðum í 100 ára sögu verkalýðshreyfingarinnar. Viðburðurinn á Facebook Frekari upplýsingar um hátíðina, m.a. dagskrána í heild, má nálgast á vefsíðu Fundar fólksins.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag