Fundur fólksins

Starfsgreinasambandið vill vekja athygli á hátíðinni Fundur fólksins sem fer fram dagana 11. til 13. júní næstkomandi. Um er að ræða líflega þriggja daga hátíð um samfélagsmál í Norræna húsinu og næsta nágrenni þess. Slegið verður upp tjaldbúðum og skemmtilegir kofar setja svip á hátíðarsvæðið. Þar munu hin ýmsu félagasamtök vera með starfsemi alla hátíðina. Boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálamanna og frjálsra félagasamtaka, þar sem opin skoðanaskipti verða leiðarstef. Á dagskránni verða fundir, málþing, fyrirlestrar, tónlistaratriði og líflegar uppákomur frá morgni til kvölds, bæði innan og utandyra. Dagskrána í heild sinni má nálgast hér. Kynningarbás verkalýðshreyfingarinnar Í einum af kynningarbásunum á útisvæði hátíðarinnar munu fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar standa vaktina alla þrjá dagana, kynna starfsemi hreyfingarinnar og vera til viðtals við gesti og gangandi. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Málþing: Verkalýðsbaráttan og stjórnmálin í tónlist, máli og myndum. Á laugardeginum milli kl. 14:00 og  16:00 munu ASÍ og SGS standa fyrir málþingi í hátíðarsal Norræna hússins þar sem boðið verður upp framsögur og pallborðsumræður milli  fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og stjórnmálaflokka. Auk þess verður boðið upp á tónlistaratriði og myndasýningu.
  Facebook-síða hátíðarinnar. Facebook-síða málþings ASÍ og SGS.  
  1. 11/12/2025 10:28:33 AM Auknar líkur á atvinnuleysi út árið 2027
  2. 10/24/2025 10:18:48 AM Stofnanasamningur undirritaður við Náttúruverndarstofnun og…
  3. 10/23/2025 1:50:21 PM Kvennaverkfall um land allt
  4. 10/13/2025 12:28:50 PM Stefnan skýr til næstu tveggja ára