Gagnaleki víðar en frá Panama

Viðræður á milli Evrópu og Bandaríkjanna um fríverslun hafa farið svo leynt að það var bannað að birta nokkur skjöl úr viðræðunum næstu 30 árin. Í síðustu viku aprílmánaðar varð hins vegar leki sem sýndi fram á að ótti verkalýðsfélaga um innihald samningsins á við rök að styðjast. Opnað er fyrir í matvælaflutning á milli svæðanna og til dæmis má ef samningurinn verður undirritaður flytja erfðabreytt matvæli frá Bandaríkjunum til Evrópu. Það er ljóst að hagsmunir stórfyrirtækja ráða við þessa samningsgerð en hvorki hagur neytenda né starfsfólks í matvælaiðnaði í Evrópu. Í Bandaríkjunum er kjöt og önnur matvæli framleidd með mun hagkvæmari hætti í gríðarstórum verksmiðjum þar sem ýmislegt er leyft sem líðst ekki í Evrópu. Samtök starfsfólks í matvælaiðnaði í Evrópu meta það sem svo að hundruðir þúsunda starfa séu í hættu nái samningurinn fram að ganga. Verkalýðshreyfingin hefur því tekið sterka afstöðu gegn TTIP-samingunum og svo virðist sem fleiri efasemdaraddir séu að bætast í kórinn. Til dæmis lýsti Hollande Frakklandsforseti yfir andstöðu við samninginn eftir gagnalekann og Trump, forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum sömuleiðis. Laugardagsinn 7. maí sl. voru haldin fjöldamótmæli í Róm gegn samningnum og hafa þau verið haldin víðar um álfuna.
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA