Gleðilegt ár!

Starfsgreinasambandið óskar aðildarfélögum, félagsmönnum, samstarfsfólki og landsmönnum öllum gleðilegs árs og þakkar fyrir allt liðið. Síðasta ár einkenndist af ólgu á vinnumarkaði, bæði voru fjöldi félaga innan SGS sem felldi samningana sem gerðir voru í desember 2013 og sömdu uppá nýtt og eins voru verkföll annarra stétta tíðari og samningar erfiðari en tíðkast hefur undanfarin ár. Skýlaus krafa um hóflega samninga var gerð á verkafólk á Íslandi á meðan aðrar stéttir sömdu mun betur. Ljóst er að þær byrðar sem verkafólki er ætlaða að bera eru of þungar til að ásættanlegt sé. Það er áhugavert ár sem við fetum okkur nú inn í og öruggt að engin lognmolla verður á vinnumarkaðnum. Samningar á almenna markaðnum eru lausir í lok febrúar og hljóðið í fólki þungt. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að félagsmenn í aðildarfélögum SGS koma vinnusamir og baráttuglaðir út úr hátíðunum og á döfinni eru fjöldi funda víðs vegar um land þar sem kröfurnar verða reistar um bætt lífskjör og réttlæti. Starfsgreinasambandið hlakkar til að takast á við árið 2015 með öllum sínum áskorunum og vonast eftir ári samstöðu, baráttugleði og bættum lífskjörum!
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA