Gleðilegt ár!

Starfsgreinasamband Íslands óskar landsmönnum nær og fjær gleðilegs og gæfuríks komandi árs og þakkar fyrir samskiptin á nýliðnu ári. Verkefnin sem bíða nýs árs eru ærin en í upphafi ársins þarf að taka afstöðu til þess hvort kjarasamningum verður sagt upp. Sem fyrr ræðst afstaðan af því hvort launafólk sé betur sett með uppsögn samninga eða ekki. Hvað sem verður þá felur árið í sér stefnumörkun í kjaraviðræðum, hvaða kröfur skal gera og hvað skal leggja áherslu á í kjarasamningum. Í aðdragandanum halda verkalýðsfélög um allt land fundi, gera kannanir og reyna með öðrum hætti að fá fram vilja félagsmanna sinna. Því fleiri sem taka þátt í þessari vinnu því betra og því hvetur Starfsgreinasamband Íslands launafólk landsins til þátttöku í verkalýðsfélaginu sínu og til að fylgjast vel með framvindunni. Verkalýðsfélög eru fjöldahreyfingar sem eiga sitt undir virkni almennra félaga og samstöðu launafólks. Þannig nást mestu kjarabæturnar. Stöndum saman á nýju ári, sækjum fram og verum virk. Við hlökkum til samstarfsins.
  1. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  2. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  3. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  4. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta