Góður fundur í Grindavík - mikill hugur í félagsmönnum

Í gærkvöldi stóð Verkalýðsfélag Grindavíkur fyrir félagsfundi í húsakynnum félagsins. Það var býsna þétt setið í sal verkalýðsfélagsins en rúmlega 50 manns mættu á fundinn. Sérstakir gestir voru þau Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS og Árni Steinar Stefánsson, sérfræðingur SGS. Formaður félagsins, Magnús Már Jakobsson, opnaði fundinn og í framhaldinu hélt Drífa kynningu þar sem hún fór yfir stöðuna kjaramálum, t.a.m. kröfugerð SGS, viðbrögðin við henni og mögulegar verkfallsaðgerðir. Í lokin gafst fundarmönnum svo kostur á að spyrja starfsfólk SGS og formanninn spurninga og sköpuðust góðar umræður í kjölfarið. Það er skemmst frá því að segja að fundurinn var afar góður – mikill einhugur var ríkjandi meðal fundarmanna og fólk tilbúið að standa saman sem eitt ef kemur til átaka á vinnumarkaði, en það verður að teljast ansi líklegt eins og staðan er í dag. Þá lýsti fólk almennt yfir ánægju sinni með kröfugerð sambandsins sem birt var Samtökum atvinnulífsins þann 26. janúar sl.
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA