Guðrún Elín Pálsdóttir nýr formaður Verkalýðsfélags Suðurlands

Aðalfundur Verkalýðsfélags Suðurlands var haldinn að Heimalandi, Vestur-Eyjafjöllum, þann 27.apríl síðastliðinn. Fyrir utan hefðbundin aðalfundarstörf áttu sér stað formannaskipti í félaginu. Már Guðnason lét af embætti eftir að hafa gengt hefur formennsku í félaginu frá stofnun þess árið 2001 og við tók Guðrún Elín Pálsdóttir. Enginn bauð sig fram á móti Guðrúnu til formanns félagsins og var hún því sjálfkjörin. Aðspurð segir Guðrún að henni lítist vel á nýja embættið og hlakki mikið til að takast á við þau fjölmörgu verkefni sem bíða hennar. Hún býst jafnframt við að starfið verði afar krefjandi, enda búið að vera í fjölmörg ný horn að líta fyrstu vikurnar í nýju starfi. Hún mun þó búa vel að langri starfsreynslu sinni hjá félaginu, en Guðrún hóf fyrst störf á skrifstofu Verkalýðsfélags Suðurlands árið 2002. Meðal verkefna sem Guðrún hyggst leggja aukna áherslu er bætt vinnustaðaeftirlit, efling trúnaðarmannakerfis félagsins og aukin upplýsingagjöf til félagsmanna. Starfsgreinasambandið býður Guðrúnu velkomna í formannahóp sambandsins og hlakkar til samstarfsins á komandi árum og þakkar í leiðinni Má Guðnasyni fyrir farsælt samstarf í gegnum tíðina. [caption id="attachment_53695" align="aligncenter" width="300"]IMG_7806 Fyrrverandi og nýr formaður Verkalýðsfélags Suðurlands[/caption]
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA