Hæstiréttur dæmir starfsmönnum í ferðaþjónustu laun

Um miðjan maí sl. staðfesti Hæstiréttur dóm Héraðsdóms Suðurlands þar sem ferðaþjónustufyrirtækið Ferðaþjónusta og sumarhús ehf. á Kirkjubæjarklaustri var gert að greiða tveimur ungverskum starfsmönnum hvorum um sig tæpar tvær milljónir í ógreidd laun. Starfsmennirnir leituðu til Verkalýðsfélags Suðurlands sem aðstoðaði þau og höfðaði lögmaður félagsins mál gegn Ferðaþjónusta og sumarhús ehf. fyrir þeirra hönd vegna vangoldinna launa, einkum vegna yfirvinnu. Í ráðningarsamningi milli G og F ehf. var kveðið á um tiltekið tímakaup og var útreikningur kröfu starfsmannanna byggður á tímaskráningum starfsmannanna sjálfra. Fyrirtækið hélt því fram að skráningin væri röng og vinnuframlag starfsmannanna samkvæmt henni ósannað. Í dómi héraðsdóms, sem staðfestur var af Hæstarétti með vísan til forsendna hans, kom fram að tímaskráningar starfsmanna væru handskráðar samtímaheimildir. Hefði fyrirtækið ekki lagt fram neina aðra tímaskráningu en 5 Fréttamolar - Frá skrifstofu ASÍ 11. júní 2018 – 108. tbl. því hefði verið í lófa lagið að tryggja sér sönnun um vinnuframlag starfsmanna með því að skrá vinnu starfsmanna með stimpilklukku eða yfirfara tímaskráningu þeirra jafnóðum. Yrði því að leggja tímaskráningu starfsmanna til grundvallar við úrlausn málsins enda ekki við annað að styðjast og ekkert fram komið sem rýrði trúverðugleika þeirrar skráningar. Var Ferðaþjónusta og sumarhús ehf. því gert að greiða starfsmönnunum umkrafða fjárhæð. Málin voru rekin í hvort í sínu lagi. Fólkið hóf störf hjá ferðaþjónustufyrirtækinu í febrúar árið 2015 en hætti nokkrum mánuðum seinna. Þau lýstu því hvernig þau hefðu unnið alla daga nema 17. júní þegar vinnuveitandinn gaf þeim frí. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þótt fólkið hefði ekki gert athugasemdir við uppgjör þegar það lauk störfum lægi fyrir að þau væru útlendingar og hefðu því ekki rækilega þekkingu á reglum íslensks vinnuréttar. Hæstiréttur staðfesti dómana og segir að yfirmanni fyrirtækisins hafi verið í lófa lagið að skrá vinnu starfsfólksins með tímaklukku eða yfirfara tímaskráningu jafnóðum. Það hafi hann ekki gert. Þar af leiðandi yrði að leggja tímaskráningar fólksins til grundvallar, því ekki væri við neitt annað að styðjast. Dómur Hæstaréttar staðfestir enn einu sinni mikilvægi þess að launafólk haldi vel utan um vinnutíma sinn og skrái hann skilmerkilega. Þetta á enn frekar við þegar um er að ræða mikla yfirvinnu og óreglulega vinnuskyldu. Alþýðusambandið bendir af þessu tilefni sérstaklega á KLUKK, tímaskráningarapp í síma sem hægt er fá á íslensku, ensku og pólsku. Auglýsingar hafa verið útbúnar um KLUKKið sem hægt er að setja í prentmiðla (heilsíða og hálfsíða) og einnig vefborðar fyrir heimasíður og Facebook. Þá er kynningarefni bæði á ensku og pólsku. Aðildarfélögin eru hvött til að dreifa upplýsingum um KLUKKið sem víðast með því að birta þessar auglýsingar. Af hálfu ASÍ hefur verið skipulögð kynning á nýju Klukki og er uppleggið fyrst og fremst vefmiðað.
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA