Hagspá ASÍ og Icesave

Því hefur verið haldið fram að kreppan verði lengri og dýpri og að lánshæfismat ríkisins stefni í ruslflokk verði ekki gengið frá Icesavemálinu. Kostnaður samfélagsins í glötuðum verðmætum hleypur á tugum milljarða á mánuði. Ríkisstjórnin er ásökuð um athafnaleysi þó í raun sé sárasti vandi hennar sá að samkomulag um uppgjör á Icesave er ófrágengið eftir 17 mánaða þref stjórnmálamanna.  Á það enn að halda áfram?   Óviss staða Icesave hamlar endurreins atvinnulífsins hér á landi. Hagdeild ASÍ tekur vægt til orða þegar hún kemst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að „mikil óvissa vegna tafa á lausn Icesave deildunnar og seinagangs í ákvarðanatöku valdi því að batinn í efnahagslífinu er hægari en vonir stóðu til.“ Spáin  gengur út frá því að samningum vegna Icesave ljúki á næstu mánuðum og að efnahagsáætlun stjórnvalda og AGS gangi eftir. „Þar með verði mikilli óvissu um framvindu efnahagsmála eytt sem auðveldar enduruppbyggingu,“ segir þar.   En er þatta raunhæf spá miðað við þá þingsályktunartillögu Hreyfingarinnar og Framsóknarflokksins þess efnis að fjármálaráðherra láti vinna efnahagsáætlun án aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og að skilgreindar verði nauðsynlegar aðgerðir til að gera íslenskt hagkerfi óháð aðstoð sjóðsins. Að þessi tillaga komi fram einmitt núna, ber þess ekki vott að samstaða sé meðal stjórnmálaflokka um að semja eigi við Breta og að vilji standi til að ljúka Icesavemálinu strax.  Þvert á móti virðist þingsályktunartillagan vera ávísun á vilja þessara aðila til að halda málinu enn í spennitreyju þrasumræðunnar. Ef það gengur eftir verður annars  lítt uppörvandi hagspá ASÍ að óskadraumi sem við skulum vona að rætist eins dapurleg og hún nú er.   Þar segir;     „Staðan á vinnumarkaði er slæm og fer áfram versnandi á næstu mánuðum. Tafir á endurskipulagningu fyrirtækja orsaka meira atvinnuleysi en áætlað var í haust, auk þess sem á annað þúsund ársverk tapast í ár vegna tafa á stóriðjuframkvæmdum.“  Hagdeildin spáir því að atvinnuleysið verði að meðaltali ríflega 10% í ár og á næsta ári sem jafngildir því að tæplega 17.000 manns verði án atvinnu.   Staða heimilanna verður áfram þröng. Kaupmáttur ráðstöfunartekna fer enn minnkandi þrátt fyrir að draga fari úr verðbólgu síðar á þessu ári. „Slæmt atvinnuástand, styttri vinnutími, hækkaðar álögur og lækkun bóta almannatrygginga sem og barna- og vaxtabóta leggjast á eitt um að draga úr ráðstöfunartekjum heimilanna. Breytinga er ekki að vænta fyrr en  birta tekur á vinnumarkaði.“   Sjá Hagspá ASÍ á vef sambandsins www.asi.is  
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA