Heimsókn frá Færeyskum félögum

Síðastliðinn föstudag fékk Starfsgreinasambandið góða heimsókn frá félögum sínum í Færeyjum. Formenn fimm stéttarfélaga í Færeyjum funduðu þá með starfsmönnum SGS og ASÍ m.a. til að fræðast um helstu lög, reglur og réttindi á íslenska vinnumarkaðnum og hin ýmsu atriði í kjarasamningum SGS. Formennirnir komu frá eftirfarandi félögum; Føroya Arbeiðarafelag, Havnar Arbeiðsmannafelag, Havnar Arbeiðskvinufelag, Klaksvíkar Arbeiðsmannafelag og Klaksvíkar Arbeiðskvinnufelag. Fundurinn var gagnlegur fyrir báða aðila, enda voru gestirnir ekki síður duglegir við að upplýsa sína íslensku kollega um stöðuna á Færeyskum vinnumarkaði.
  1. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  2. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  3. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  4. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta