Hvaða breytingar hafa orðið á evrópskum vinnumarkaði frá 2008?

Nýlega birti EUROFOUND (European Foundation for the Improvement of Living and Working Conditions) samantekt þar sem farið er yfir þær breytingar sem hafa átt sér stað á evrópskum vinnumarkaði á undanförnum árum, þ.e. frá kreppunni 2008 til dagsins í dag. Skv. samantektinni eru mörg jákvæð teikn á lofti á evrópskum vinnumarkaði í dag, en á móti er auðvelt að benda á þætti sem betur mættu fara. Þróunin frá 2008 hefur þó heilt yfir verið í rétta átt. Atvinnuþátttaka er með mesta móti í evrópusambandslöndunum 28 og hefur hún ekki mælst meiri síðan 2008. Mikil atvinnuþátttaka á þó ekki við um öll löndin - t.a.m. hefur hún farið minnkandi á Spáni, Írlandi og í Portúgal. Atvinnuleysi hefur að sama skapi farið ört minnkandi í flestum löndunum sem um ræðir, þó að það mælist ennþá býsna hátt í sumum löndum og þá sér í lagi meðal ungs fólks. Gögn EUROFOUND sýna að hlutastörfum hefur farið fjölgandi frá árinu 2008 og atvinnuöryggi er almennt ekki jafn mikið og áður. Þá hefur vöxtur hálaunastarfa verið umtalsvert meiri en starfa sem eru flokkuð sem láglaunastörf og er það áhyggjuefni. Þá er einnig áhyggjuefni að störfum í byggingariðnaði og verksmiðjum hefur fækkað töluvert á umræddu tímabili. Hægt er að kynna sér samantekt EUROFOUND nánar með því að smella hér.
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA