Jólakveðja

Í gær voru vetrarsólstöður og dimmastur dagur, þó bjart af fullu tungli sem varð rauðbleikt um sinn í myrkvun af jörðu uns birti á ný. Þetta sjónarspil minnti um margt á efnahagsþrengingarnar og þá myrkvun sem af þeim stafa en nú horfir til betri tíma og ljósari með hækkandi sól. Efnahagsáætlun ríkissins í samvinnu við Alþjóða glaldeyrissjóðinn virðist mjaka okkur áfram í átt að endurreisninni, nýr Icesave samningur vekur von um að erlendar frjárfestingar og atvinnulífið glæðist og að kjarasamningar skili til baka þeim kaupmætti sem glatast hefur, eins fljótt og verða má.   Starfsgreinasambandið sendir landsmönnum öllum bestu óskir um gleðileg jól, með von um að hækkandi sól kveiki nýjan draum um djarft og voldugt ævintýr. Það er að minnsta kosti ástæða til vonar og bjartsýni eins og Jóhannes úr Kötlum minnir á í ljóði sínu Er hnígur sól sem birtist í ljóðabók hans Hart er í heimi og kom út árið 1939;   ,,Er hnígur sól að hafsins djúpi og hulin sorg á brjóstum knýr, vér minnumst þeirra, er dóu í draumi um djarft og voldugt ævintýr.   Þá koma þeir úr öllum áttum, með óskir þær, er flugu hæst og gráta í vorum hljóðu hjörtum hinn helga draum, sem gat ei ræzt.   Og þá er eins og andvörp taki hin undurfagra sólskinsvon, og allir kveldsins ómar verði eitt angurljóð um týndan son.   Og hinzti geislinn deyr í djúpið, -         en daginn eftir röðull nýr oss kveikir sama dýra drauminn um djarft og voldugt ævintýr."
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag