Kosningu lýkur í kvöld

Kosningu um verkfallsaðgerðir lýkur á miðnætti í kvöld og fer hver að verða síðastur til að greiða atkvæði um aðgerðir. Kjörsókn hefur farið fram úr björtustu vonum og er töluvert meiri en hefur verið þegar greidd eru atkvæði um kjarasamninga til dæmis. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar munu liggja fyrir í fyrramálið og verða gefnar út um kl. 11. Starfsgreinasambandið hvetur alla sem eiga eftir að greiða atkvæði til að gera það hið fyrsta því aðeins þannig má hafa áhrif. Valdið er í höndum félagsmannanna sjálfra!
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA