Krefjumst aðgerða gegn atvinnuleysinu, gefum stöðugleikasáttmálanum líf

Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins  krefst þess að alþingismenn taki höndum saman um endurreisn efnahagskerfisins, klári Icesave og setji hagsmuni þjóðarinnar í forgang.
Búðarhálsvirkjun, endurbygging í Straumsvík, Verne Holding, Helguvík, Tónlistarhúsið, Reykjavíkurborg - framkvæmdir, Framkvæmdasýslan, álver á Bakka, orkuver tengt Bakka, Gagnaver, Tomhawk, Grundartangi, Koltrefjaverksmiðja, Pappísrverksmiðja, 2 x orkuver 200 MW., Sjúkrahús, tvöföldun Hvalfjarðarganga, Vaðalaheiðargöng, Suðurstrandarvegur, Sundabraut, Vesturlandsvegur, Vegagerð á Sv-horni, Samgöngumiðstöð, Þjónusturými fyrir aldraða var m.a. tínt til í minnsiblaði frá 16. júní 2009 í tengslum við undirritun Stöðugleikasáttmálans. Þetta eru fjárfestingaverkefni upp á 280 – 380 milljarða króna á ári næstu 3 árin sem gætu skilað um 26 þúsund ársverkum á næstu árum, framkvæmdir sem mundu hafa veruleg áhrif á efnahagsframvindu næstu ára, takist að koma einhverjum hluta þeirra á legg. Þetta var m.a. til umfjöllunar á fundi framkvæmdastjórnar Starfsgreinasambandsins í gær, ásamt því gríðarlega atvinnuleysi sem er og fer vaxandi. Framkvæmdastjórnin krefst þess „að Alþingi og ríkisstjórn snúi bökum saman, klári Icesave málið, hrindi efnahagsáætluninni í framkvæmd og gefi Stöðugleikasáttmálanum það líf að hann verði sá vegvísir út úr vanda kreppunnar sem ætlast var til.“ „Launþegar og verkalýðshreyfingin hefur axlað sína ábyrgð á leið Íslands út úr vandanum.  Það verða aðrir að gera  líka,“ segir í ályktun framkvæmdastjórnar sem hér fer á eftir ásamt því minnisblaði sem vitnað var til.  

Ályktun framkvæmdastjórnar SGS 16. mars 2010

,,Alvarlegt ástand efnahags- og atvinnumála fer enn versnandi.  Atvinnulausir eru nú ríflega 9% vinnufærra Íslendinga eða um 17 þúsund manns. Það stefnir í að þeir verði 18.000 þetta árið og það næsta ef ekki tekst að ná tökum á þróuninni. Efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar með aðkomu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins og stuðningi Norðurlandanna stendur í stað, fyrst og fremst vegna þess að enn hefur ekki tekist að semja um Icesave málið og leysa aðra óvissuþætti. Nýjar hagspár gera ráð fyrir of litlum hagvexti til þess að nógu mörg störf skapist til að það dragi úr atvinnuleysinu. Framkvæmdastjórn Starfsgreinasambandsins  krefst þess að alþingismenn taki höndum saman um endurreisn efnahagskerfisins og setji hagsmuni þjóðarinnar í forgang. Alþingi verður að vinna traust þjóðarinnar á ný og taka upp ábyrg vinnubrögð. Það þarf að endurheimta fyrra atvinnustig og lífskjör sem fyrst. Það er hægt með því að setja atvinnusköpun í forgang, sérstaklega með fjárfestingum og vexti í útflutningsgreinum. Framkvæmdastjórnin minnir á að Stöðugleikasáttmálinn var liður í þeirri áætlun, áætlun sem ekki hefur náð fram varðandi stórframkvæmdir og önnur brýn atvinnuskapandi verkefni.  Í júní í fyrra gerðu menn sér vonir um fjárfestingaverkefni upp á 280 – 380 milljarða króna á ári næstu 3 árin.  Þar af voru verkefni sem þegar höfðu verið ákveðin með ujm 10 þúsund ársverk fram til 2014. Orkutengd verkefni áttu að skila meira en 13 þúsund ársverkum á sam tíma og heppileg verkefni fyrir einkafjármögnun um 2600 ársverkum. Öllum var ljóst að það mundi hafa veruleg áhrif á efnahagsframvindu næstu ára, takist að koma einhverjum hluta þessara framkvæmda af stað en það hefur dregist úr hömlu. Sveitafélög verða einnig að taka sér tak, leggja sitt af mörkum og láta ekki ósætti um aðal- eða deiliskipulag standa í vegi framkvæmda sem þegar eru á borðinu eins og mörg dæmi eru um. Framkvæmdastjórnin krefst þess að Alþingi og ríkisstjórn snúi bökum saman, klári Icesave málið, hrindi efnahagsáætluninni í framkvæmd og gefi Stöðugleikasáttmálanum það líf að hann verði sá vegvísir út úr vanda kreppunnar sem ætlast var til. Launþegar og verkalýðshreyfingin hefur axlað sína ábyrgð á leið Íslands út úr vandanum.  Það verða aðrir að gera  líka."  

Til upprifjunar og fróðleiks  fer hér á eftir

Minnisblað vegna verklegra framkvæmda 16. júní 2009 Eftirfarandi minnispunktar eru settir saman til að reyna að varpa ljósi á þær verklegu framkvæmdir sem eru eða kunna að vera framundan á næstu árum. Ýmsar tölur í því samhengi eru áætlaðar og þarf að fara nánar í saumana á þeim. Það er ekki af ástæðulausu að horft er til fjárfestinga þegar ræddar eru leiðir til að blása lífi í efnahagslífið. Ágætt er að líta til tveggja sjónarmiða sem eiga annars vegar við til skamms tíma og hins vegar til lengri tími. Til skamms tíma eru það öðru fremur störf á framkvæmdatíma sem eru undir – þegar fjárfestingar og framkvæmdir dragast saman fækkar mjög störfum einkum á vissum sviðum iðnaðar. Það kemur fram sem samdráttur í efnahagslífinu samstundis og er auðvitað erfiður. Mikill samdráttur í fjárfestingum er hins vegar enn alvarlegri þegar til lengri tíma er litið. Fjárfesting er í eðli sínu ekkert annað en að fé er lagt til hliðar í formi sparnaðar (gegnum innlán, erlent lánsfé eða frá lífeyrissjóðum) og notað til fjárfestinga. Þeim er síðan ætlað að skapa aukna framleiðslugetu í framtíðinni og þar með aukna verðmætasköpun og betri lífskjör til lengri tíma litið. Án fjárfestinga er erfitt að viðhalda og auka framleiðslustig hagkerfisins (á því hangir neyslu og velferðastigið einnig). Ótal rannsóknir sýna skýrt samband milli fjárfestinga og sparnaðar og hagvaxtar hins vegar. Af þessum sökum er mikilvægt að minna á mikilvægi þess að opna eins og kostur er á aðkomu erlendra fjárfesta að framkvæmdum á Íslandi en ekki síður að skapa skilyrði fyrir innlenda fjárfesta til að koma sínu fé í „góða vinnu“. Með því móti má reyna sporna gegn þeim alvarlega samdrætti sem þegar er hafinn til skamms tíma en einnig stuðla að aukinni framleiðslugetu og verðmætasköpun í framtíðinni. Verklegum framkvæmdum er skipt í þrennt í minnisblaði þessu. Í fyrsta lagi framkvæmdir þar sem aflað hefur verið tilskilinna leyfa þó svo enn kunni að vera fyrir hendi óvissuþættir; í öðru lagi framkvæmdir sem hafa verið til skoðunar og unnt væri að hleypa af stað með einkaframkvæmd og loks orkutengdar framkvæmdir sem eru til umfjöllunar á ýmsum stigum í dag. Til að setja hluti í samhengi er hér að neðan birt mynd sem sýnir yfirlit um fjárfestingar á liðnum árum og spá um fjárfestingar fram til 2011 á verðlagi hvers árs fyrir sig skv. þjóðhagsáætlun. Þar er gert ráð fyrir framkvæmdum við Helguvík og endurnýjun álversins í Straumsvík. Gert er ráð fyrir að þessar fjárfestingar muni bera uppi stóran hluta fjárfestingar atvinnuveganna á árunum 2010 og 2011. Eins og sjá má er fallið í fjárfestingum mikið á spátímabilinu. Gert er ráð fyrir heildarfjárfestingu á árinu 2009 upp á liðlega 250 milljarða króna samanborið við um 350 milljarða 2008 og 400 milljarða þegar hæst lét 2006.  Þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins gerir ráð fyrir að fjárfestingar næsta árs verði 290 milljarðar króna og 340 milljarðar 2011. Ef horft er á fjárfestingu fyrsta ársfjórðungs 2009 stefnir raunar í enn meiri samdrátt. Þannig var heildarfjárfesting fjórðungsins um 50 milljarðar króna samanborið við tæplega 80 milljarða á sama tímabili 2008. Vægi 1. ársfjórðungs í fjárfestingum ársins hefur verið um 22% s.l. ár og skv. því stefnir í um 220 milljarða króna fjárfestingu á þessu ári. Framkvæmdir sem þegar liggja fyrir. Hér ber helst að telja álver í Helguvík og tengdar framkvæmdir, endurnýjun álversins í Straumsvík og tengdar framkvæmdir og gagnaver Verne Holding. Þá eru settar hér inn fjárhæðir Vegagerðar skv. núgildandi vegaáætlun ásamt fjárfestingum Framkvæmdasýslu og Reykjavíkurborgar fyrir 2009.   Verkefni 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015-2020 Samtals Ársverk Varanleg störf Búðarhálsvirkjun 1,0 8,0 15,0 6,0 30 650 Endurbygging í Straumsvík 5,0 15,0 15,0 10,0 45 360 20 Verne holding 5,0 10,0 20,0 35 150 70 Helguvík 6,3 31,3 46,3 41,3 35,0 32,5 18,8 192,5 4.000 650 Tónlistarhús við Austurhöfn 3,8 3,8 3,8 11,4 Orkuver HS/OR vegna Helguvíkur 10,0 25,0 30,0 30,0 30,0 25,0 150 4.000 Framkvæmdir á vegum Reykjavíkurborgar 5,0 5 85 Framkvæmdasýsla 5,1 5,1 87 Vegagerð almennt annað skv vegaáætlun 20,5 14,1 12,0 12,0 12,0 12,0 82,6 1.400 Samtals 61,7 107,2 142,1 99,3 77,0 69,5 18,8 575,4 10.732 740 Ársverk á ári 962 1.672 2.216 1.548 1.201 1.084 fjárfestingar milljarðar króna á verðlagi hvers árs Búðarhálsvirkjun gæti allt eins fallið undir verkefni sem hentað gætu einkafjármögnun en er talin upp hér þar sem einnig hefur verið rætt um aðra kosti við fjármögnun hennar. Á árunum 2010 og 2011 eru þessar fjárfestingar um 50% af áætluðum fjárfestingum atvinnuveganna skv. þjóðhagsspá.  Það er svipað hlutfall og var á árunum 2005-2008 og því spurning hvort þetta sé raunhæft. Þá er nokkuð ljós að miklu skiptir um efnahagsþróun að þessi verkefni nái að ganga fram en enn er t.d. óljóst með stækkun Alcan sem og framgang stækkunar við Helguvík.   Orkutengd verkefni á teikniborðinu Hér að neðan gefur að líta helstu verkefni sem rædd hafa verið í þessu samhengi. Framkvæmdatími er settur fram skv. hugmyndum fjárfesta en líkt og komið hefur fram er hann í mörgum tilvikum óraunhæfur þar sem orka er ekki fyrir hendi í þessi verkefni nema að óverulegum hluta. Þá er rétt að taka fram að kostnaðaráætlun á orkuver er mjög gróft áætlaður í þessu samhengi enda óljóst hvaða kosti væri verið að ræða um. Stærsti óvissuþáttur varðandi möguleg ný verkefni lýtur að mögulegri orkuöflun til þeirra. Ljóst er að tímarammi þar er mjög knappur miðað við þær hugmyndir sem væntanlegir fjárfestar hafa sett fram um æskilegan framkvæmdatíma. Líkast til er lítið sem ekkert gert ráð fyrir þessum fjárfestingum í  þjóðhagsspá en þó þarf að fá það staðfest.  Fjárfestingar af þessari stærðargráðu, þó svo aðeins hluti þeirra næði fram að ganga, hefði því veruleg áhrif á hagstærðir á þessu tímabili. Áætluð landsframleiðsla skv. þjóðhagsspá er 1.450 milljarðar árið 2010 og 1.546 milljarðar árið 2011.  
Verkefni 2009 2010 2011 2012 2013 2014  2015 Samtals Árs-verk Varan-leg störf MW
Álver á Bakka

20,6

41,3

72,3

41,3

20,6

10,4

206

4.200

650

Orkuver tengd Bakka

5,0

7,5

11,3

21,3

40,0

33,8

16,3

135

3.500

650

Gagnvaver II ( á norðurlandi)

40,0

60,0

40,0

140

550

150

120

Gagnaver III (Suðvesturland)

0

175

30

20

BPI sólarkísill

10,0

10,0

10,0

30

600

150

50

Tomhawk

6,0

5,0

4,0

4,0

19

300

90

60

Framleiðsluaukning á Grundartanga

0

30

40

Koltrefjaverksmiðja (Norðurland vestra)

5,0

5,0

10

400

60

10

Pappírsverksmiðjia

0

100

40

18

Orkuver 200 MW

30,0

40,0

30,0

100

1.600

Orkuver 200 MW

30,0

40,0

30,0

100

1.600

Samtals

5,0

149,1

212,5

207,5

85,3

54,4

26,6

740

13.025

1.200

968

Ársverk á ári

78

1.894

2.699

2.635

1.083

691

fjárfestingar milljarðar króna á verðlagi hvers árs       Fjárfestingar sem hægt væri að færa í einkaframkvæmd Hér er yfirlit yfir nokkrar fjárfestingar sem ræddar hafa verið í þessu samhengi. Heildarumfang þeirra er um 20 ma. króna á ári sem ætti að vera vel viðráðanleg stærð.  
Verkefni 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015-2020 Samtals Ársverk
Sjúkrahús

1,0

1,5

2,3

6,0

9,2

9,2

15,7

45

898

Hvalfjarðagöng

1,0

1,0

5,0

1,0

8

160

Vaðlaheiðargöng

0,0

5,0

2,0

7

140

Suðurlandsvegur I. Áfangi

1,0

2,0

2,0

2,0

2,0

9

180

Suðurlandsvegur II. Áfangi

0,3

1,5

1,5

1,5

1,5

6,25

125

Sundabraut I. Áfangi

0,0

1,0

3,5

3,5

3,5

3,5

15

300

Sundabraut II. Áfangi

0,0

0,0

1,0

4,0

4,0

4,0

6-18

13

260

Vesturlandsvegur tvöföldun á Kjalarnesi

2,0

2,0

2,0

2,0

8

160

Verkefni tilbúin í vegagerð á SV horni - skv. Gögnum frá Vegagerð

0,5

3,5

3,3

0,4

7,65

153

Samgöngumiðstöð

0,5

0,8

1,3

26

Þjónusturými fyrir aldraða

1,0

3,0

3,0

2,0

9

180

Samtals

5,25

21,25

25,6

22,4

22,2

16,7

21,7

129

2.582

Ársverk á ári

105

425

512

448

444

334

    fjárfestingar milljarðar króna á verðlagi hvers árs
    Endanlegur kostnaður við Sundabraut árin 2015-2020 veltur á hvort valin verði eyjalausn eða jarðagangalausn
  ATH!  Búðarhálsvirkjun á heima í þeim flokki sem myndi henta fyrir einkafjármögnun, þar sem fjármögnun þess verkefnis er ókláruð af hendi Landsvirkjunar.   Samantekt Á heildina litið gæti hér verið um að ræða fjárfestingaverkefni upp á 280 – 380 milljarða króna á ári næstu 3 árin. Það gefur þó auga leið að ekki er hægt að gera ráð fyrir að öll verkefnin verði að veruleika. Eins þarf að kafa dýpra í einstök verkefni til að fá nákvæmari mynd af umfangi þeirra. Ljóst er að það mun hafa veruleg áhrif á efnahagsframvindu næstu ára, takist að koma einhverjum hluta þessara framkvæmda á legg. Yrði helmingur þeirra framkvæmda sem hér eru talin upp undir orkufrekum verkefnum og einkaframkvæmd að veruleika þýddi það viðbótar fjárfestingar upp á um 100 milljarða króna á ári að jafnaði næstu þrjú árin. Þetta nemur um 6-7% af áætlaðri landsframleiðslu hvers árs um sig á þessu tímabili.  
Verkefni 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015-2020 Samtals Ársverk
Verkefni sem þegar hafa verið ákveðin

61,7

107,2

142,1

99,3

77,0

69,5

18,8

575,4

10.732

Orkutengd verkefni

5,0

149,1

212,5

207,5

85,3

54,4

26,6

740,4

13.025

Verkefni heppileg fyrir einkafjármögnun

5,3

21,3

25,6

22,4

22,2

16,7

21,7

135,1

2.582

Samtals

71,9

277,5

380,2

329,2

184,5

140,6

67,1

1.451

 

Ársverk á ári

1.145

3.990

5.427

4.632

2.728

2.109

 
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag