Lögbrot að segja upp starfsmanni sökum aldurs

Kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði nýlega í máli sem snéri að starfslokum sem voru kærð með vísan til þess að um hafi verið að ræða mismunun á grundvelli aldurs. Ástæðan sem atvinnurekandinn (eða fyrirtækið) gaf fyrir uppsögninni var að starfsmaðurinn hefði náð 67 ára aldri.

Það er skemmst frá því að segja að nefndin komst að þeirri niðurstöðu að viðkomandi atvinnurekanda hafi ekki tekist að sýna fram á að aðrar ástæður en aldur hefðu legið til grundvallar ákvörðunar hans. Nefndin úrskurðaði að óheimilt er að segja fólki upp sökum aldurs og var félagið því dæmt brotlegt.

Þessi úrskurður, sem er sá fyrsti sinnar tegundar, verður lagður til grundvallar á vinnumarkaðnum og mun eflaust koma til með að hafa töluverð áhrif á íslenskum vinnumarkaði. Þess má geta að úrskurðurinn kemur til með að vera fordæmisgefandi í sambærilegum málum í framtíðinni.

Úrskurðinn í heild sinni má nálgast hér.

 

  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag