Mikilvægt að ná tökum á genginu

Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, flutti erindi á 4. þingi SGS sem fram fer á Akureyri. Ólafur Darri fjallaði m.a. um þróun og horfur í kjaramálum, launaþróun á liðnum árum og vanda landsins í gengis- og verðlagsmálum. Hann sagði að það væri dauft yfir efnahagslífinu og að ekki væri mikilla breytinga að vænta og að óstöðugleika í gengi gerði landinu erfitt fyrir. Hann minntist á að framundan væru erfiðir kjarasamningar og minnti á að verkefnið væri að sjálfsögðu að auka kaupmátt og hagsæld. „Ef við náum tökum á genginu þá er kominn grunnur fyrir auknar fjárfestingar og hagvöxt. Þannig getum við lagt grunn að lífskjarasókn.“ Ólafur Darri fjallaði um fyrirhugaðar skattabreytingar ríkisstjórnarinnar, þ.e. að lækka miðþrepið um 0,8%, og sagði að hægt væri að ná fram meiri tekjujöfnun t.d. með því að hækka efri mörkin í miðþrepinu eða hækka persónuafsláttinn. Hann sagði líka að hægur vöxtur væri framundan og að hagspá Hagdeildar ASÍ geri ráð fyrir því að hagvöxtur verði 1,7% á árinu og 1,5% á því næsta en því miður hefðu fjárvestingarhorfur versnað síðan spáin var gerð.
  1. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  2. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA
  3. 3/20/2024 11:48:06 AM Kjarasamningur SGS og SA samþykktur með miklum meirihluta
  4. 3/13/2024 11:10:50 AM Atkvæðagreiðsla um kjarasamning SGS og SA hefst í dag