Morgunfundur um kynferðislega áreitni á vinnustöðum

Þriðjudaginn 25. október heldur Vinnueftirlitið, í samstarfi við velferðarráðuneytið, morgunfund um kynferðislega áreitni á vinnustöðum. Fundurinn fer fram á Grand Hótel Reykjavík og stendur frá kl. 8:00 til 10:00. Fundurinn er öllum opinn, en þátttökugjald er kr. 3.000,- og er morgunverður innifalinn. Hægt er að skrá sig á fundinn með því að smella hér. Þess má geta að Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS, flytur erindi á fundinum undir yfirskriftinni "Öryggismenning eða óöryggismenning - Um áreiti og vald á vinnustöðum". Þá er vert að vekja athygli á nýjum fræðsluritum Vinnueftirlitsins sem annars vegar miða að leiðbeiningum fyrir starfsfólk og hins vegar fyrir stjórnendur um forvarnir gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.
kl. Dagskrárliður Flytjandi/Umsjón
08:00 Skráning og morgunverður
08:30 Ávarp Guðmundur B. Ólafsson, lögfræðingur VR
08:40 „Ég vil hætta strax“ Guðmundur  Oddgeirsson, framkvæmdastjóri Hýsingar – Vöruhótels
09:00 Öryggismenning eða óöryggismenning Um áreiti og vald á vinnustöðum Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands
09:20 „We Care & Respect“ Gildi í hlutverki fyrirbyggjandi aðgerða Rakel Heiðmarsdóttir, mannauðsstjóri Bláa lónsins
09:40 Birtingarmyndir kynferðislegrar áreitni Hvað er til ráða? Helgi Dan Stefánsson, mastersnemi í félagsfræði og Svava Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Vinnueftirlitinu
10:00 Fundarslit
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA