Morgunverðarfundur um fátækt meðal vinnandi fólks

Þann 16. nóvember næstkomandi mun EAPN á Íslandi og Rannsóknarsetur í barna- og fjölskylduvernd (RBF) standa fyrir morgunverðarfundi undir yfirskriftinni "Íslenskur veruleiki: fátækt meðal vinnandi fólks". Fundurinn fer fram á Grand Hótel Reykjavík og stendur frá klukkan 8.30 til 10.30. Aðgangseyrir á fundinn er 3.000 kr. og fer skráning fram hér. Dagskrá: 8.40 -8.55           Hanna Björnsdóttir, félagsráðgjafi og skýrsluhöfundur: Emin Skýrslur og helstu niðurstöður, evrópuverkefni um lágmarksframfærslu. 8.55-9.15            Guðný Björk Eydal, prófessor félgasráðgjafadeild HÍ: Íslenskar fátæktar rannsóknir. Hvernig skilgreinum við fátækt? 9.15-9.35            Drífa Snædal, framkvæmdarstjóri Starfsgreinasambands Íslands. „Að vinna fyrir salti í grautinn“ 9.35-9.55            Mikael Torfason, rithöfundur: Sögur af fátækt. 9.55-10.15          Pepparar segja frá niðurstöðum ráðstefnu um fátækt meðal útivinnandi fólks sem haldin var í Brussel. 10.15-10.30       Umræður Fundarstjóri: Ásta Dís Guðjónsdóttir stjórnarmaður í EAPN.
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA