Norræn ráðstefna gegn staðalmyndum og kynferðislegri áreitni innan hótel-, veitinga- og ferðaþjónustunnar

Þann 8. júní næstkomandi stendur Starfsgreinasamband Íslands ásamt systursamtökum á Norðurlöndunum fyrir norrænni ráðstefnu gegn staðalmyndum og kynferðislegri áreitni innan hótel-, veitinga- og ferðaþjónustunnar. Ráðstefnan fer fram á Hótel Natura og má skrá sig til leiks fyrir 20. apríl 2015. Tilgangur ráðstefnunnar er að miðla upplýsingum og aðferðum til að auka vitund og vinna gegn staðalmyndum og kynferðislegri áreitni. Ráðstefnan er opin öllum en sérstaklega er óskað eftir þátttöku starfsfólks innan ferðaþjónustunnar, trúnaðarmanna, starfsfólks stéttarfélaga og atvinnurekenda. Á ráðstefnunni verða kynnt dæmi úr hinu daglega lífi, rannsóknir á Norðurlöndunum verða reifaðar sem og ný íslensk rannsókn og fjallað um hvernig verkalýðsfélög hafa brugðist við vandanum. Þess er vænst að niðurstöður ráðstefnunnar verði kynntar víða, meðal aðila vinnumarkaðarins, meðal stjórnvalda og almennings. Norðurlöndin eru þekkt fyrir að vera í fararbroddi í jafnréttisumræðunni og vinnuvernd og hafa markaðssett sig í sameiningu sem ákjósanlegan kost fyrir ferðamenn. Ferðaþjónusta hefur aukist um öll Norðurlönd og hefur kastljósi verkalýðsfélaga í auknum mæli verið beint að vinnuaðstæðum og öryggi starfsfólks á vinnustöðum tengdum ferðaþjónustunni. Kannanir meðal starfsfólks hafa sýnt að áreitni er áhyggjuefni innan ferðaþjónustunnar og nauðsynlegt að setja baráttuna gegn slíku á dagskrá, auka fræðslu um vandann og gera áætlanir um hvernig verði brugðist við honum. Ráðstefnan er liður í þessu og vonandi upphafið að nánara samstarfi verkalýðsfélaga, stjórnvalda og atvinnurekenda til að auka öryggi starfsfólks. Til að auka umræðu og þekkingu á sviðinu hefur fjölda fyrirlesara með sérfræðiþekkingu á sviðinu verið boðið til landsins og munu þeir miðla af kunnáttu sinni. Vinnuskjöl og niðurstöður ráðstefnunnar verða sendar til fjölmiðla, aðila vinnumarkaðarins, stjórnvalda og fleiri í kjölfarið. Ráðstefnan er styrkt af NIKK, Norræna upplýsingasetrinu um kynjafræði en hún er samstarfsverkefni sjö verkalýðsfélaga á Norðurlöndum: Starfsgreinasambandsins, Hotell och Restaurnag Facket í Svíþjóð, Fellesforbundet í Noregi, Faglig Fælles Forbund 3F í Danmörku, Nordisk Union for Hotell, Restauration, Catering och Turistbranschen í Danmörku, Servicebranschernas Fackförbund PAM í Finnlandi og MATVÍS á Íslandi. Degi eftir ráðstefnuna, þann 9. júní halda skipuleggjendur vinnufund þar sem unnið verður úr ráðstefnunni og ákveðið hvernig skuli halda áfram samstarfi á þessu sviði. [toggle title="Dagskrá"] Ráðstefnunni stýrir Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands Mánudagur 8. júní 2015 10:30 Skráning og kaffi 11:00 Setning og inngangur Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra ávarpar ráðstefnuna Paula Mulinari, lektor við háskólann í Malmö, Svíþjóð flytur fræðsluerindi 12:00 Hádegismatur 13:00 Nýjustu rannsóknir um kynferðislega áreitni innan hótel-, veitinga- og ferðaþjónustunnar á Norðurlöndum kynntar Steinunn Rögnvaldsdóttir, Ísland NN, Noregi Seija Virta, Finnland Peter Lykke Nielsen, Danmörk Joa Bergold, Svíþjóð 14:00 Dæmi úr raunveruleikanum kynnt Elín Inga Bragadóttir & Margrét Helga Erlingsdóttir, Ísland Ilse Werrenrath, lögfræðingur 3F í Danmörku Claus Jervell, Verkefnastjóri jafnréttisumboðsmannsembættis Noregs 15:00 Kaffi 15:30 Pallborðsumræður: Hvaða ábyrgð bera aðilar vinnumarkaðarins á því að vinna gegn staðalmyndum og kynferðislegri áreitni innan hótel-, veitinga- og ferðaþjónustunnar? Lizette Risgaard, varaforseti LO í Danmörku Pontus Sjöstrand, formaður samninganefndar Visita í Svíþjóð Malin Ackholt, formaður samninganefndar stéttarfélags hótel- og veitingahúsastarfsfólks í Svíþjóð Paula Mulinari, Lektor við háskólann í Malmö, Svíþjóð Seija Virta, Vinnumarkaðassérfræðingur hjá PAM í Finnlandi Inngangserindi og stjórnandi pallborðs: Sonja Schwarzenberger, rithöfundur og verkefnastjóri 17:30 Móttaka í boði Alþýðusambands Íslands [/toggle] [toggle title="Staður, stund og skráning"] Tímasetning: Mánudagur 8. júní 2015, kl. 10:30 er skráning og kaffi. Dagskrá hefst kl. 11.00. Staður: Hótel Natura, Reykjavík (Loftleiðir) Skráning: Möguleiki á skráningu til 20. apríl hjá asta@sgs.is Ráðstefnan er gestum að kostnaðarlausu Boðið verður uppá túlkun á milli skandinavísku, finnsku og íslensku. Nánari upplýsingar: Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, sími 562 6410, netfang: drifa@sgs.is. Kristján Bragason, framkvæmdastjóri NU-HRCT, sími +45 889 21354, netfang: kristjan.bragason@3f.dk. [/toggle] Kynningarbréf og dagskrá ráðstefnunnar (PDF).
  1. 4/30/2024 2:50:44 PM Fjölbreytt dagskrá um land allt á baráttudegi verkalýðsins
  2. 4/29/2024 3:05:43 PM Orlofsuppbót/ persónuuppbót 2024
  3. 4/16/2024 2:46:16 PM Nýjar reiknivélar
  4. 3/22/2024 2:49:34 PM Nýir kauptaxtar SGS og SA